Starfsmannavelta
Næstum 80 milljóna kröfur í þrotabú Rizzo Pizzeria
Engar eignir fundust upp í rétt rúmlega 79,1 milljóna króna kröfur í þrotabú pitsastaðarins Rizzo Pizzeria. Veitingastaðurinn var úrskurðaður gjaldþrota í október í fyrra og lauk skiptum nú 30. maí síðastliðinn.
Nokkrir veitingastaðir voru reknir á höfuðborgarsvæðinu undir merkjum Rizzo Pizzeria áður en fyrirtækið fór í þrot. Veitingastöðum í Bæjarlind í Kópavogi var búið að loka þegar það gerðist og hafði Dominos tekið yfir reksturinn í Hraunbæ í Reykjavík. Annar veitingastaður hefur þegar verið opnaður þar sem Rizzo Pizzeria var áður við Grensásveg.
Bjarni Ásgeir Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri og einn eigenda Rizzo Pizzeria, sagði í samtali við Viðskiptablaðið í fyrra ástæðuna fyrir gjaldþrotinu þá að staðurinn hafi ekki gengið og samkeppnin verið hörð.
Mynd: úr safni
Greint frá á vb.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.