Bocuse d´Or
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Hinrik Örn Halldórsson, Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Sigurjón Bragi Geirsson
Íslenska Bocuse d´Or liðið mætti til Chonas-l’Amballan 21. janúar s.l. og eru komnir á heimaslóðir, hjá Philippe Girardon eiganda veitingastaðarins Domaine de Clairefontaine.
„Þar var tekið vel á móti okkur og öll aðstaða til fyrirmyndar. Það fer vel um okkur alla og við erum í góðu yfirlæti hér.“
Sagði Friðgeir Ingi Eiríksson hjá Íslensku Bocuse d´Or akademíunni í samtali við veitingageirinn.is.
Úrslitakeppni Bocuse d´Or 2025 verður haldin 26. og 27. janúar 2025 næstkomandi í Lyon í Frakklandi.
24 lönd keppa til úrslita, en þar mun Sindri Guðbrandur Sigurðsson keppa fyrir Íslands hönd. Sindri keppir 27. janúar og er í sjötta eldhúsi í keppninni.
„Hér er verið að preppa fyrir keppnina, merkja allt og leggja loka hönd á undirbúninginn.“
Sagði Friðgeir að lokum.
Það er stemning í hópnum og mikil spenna fyrir komandi dögum.
Íslenska liðið í heild sinni
Bocuse d´Or kandítat: Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Hinrik Örn Halldórsson
Aðstoðarmenn:
Sindri Hrafn Rúnarsson
Símon Kristjánsson Sullca
Hákon Orri Stefánsson
Þjálfari: Sigurjón Bragi Geirsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Þráinn Freyr Vigfússon
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum af Bocuse d´Or keppninni.
Myndir: aðsendar
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn1 dagur síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup

















