Nemendur & nemakeppni
Myndir frá sveinsprófi í bakaraiðn
Sveinspróf í bakaraiðn var haldið í Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi dagana 19. og 20. maí 2014. Var það samdóma álit fagmanna að prófin í ár væru með allra besta móti. Nemendurnir voru að þessi sinni fjórir og koma frá eftirfarandi bakaríum:
Nafn nema | Nafn meistara | Nafn fyrirtæki | |
Bettý Snæfeld Sigurðardóttir | Birgir Páll Jónsson | Nýja kökuhúsið ehf | |
Dörthe Zenker | Almar Þór Þorgeirsson | Almar bakari | |
Róbert Ómarsson | Ómar Ásgeirsson | Kökuval ehf | |
Stefán Gaukur Rafnsson | Kristján P Sigmundsson | Sveinsbakarí ehf |
Prófverkefnið í ár var:
Prófið hófst á skriflegu prófi í 40 mínútur
2 tegundir af matbrauði – 12 stk. af tegund
4 tegundir af smábrauðum – Alls 120 stk.
3 tegundir af stórum vínarbrauðum og
3 tegundir af sérbökuðum vínarbrauðum
10 stk. Sandkökur
Blautdeig – 3 tegundir
Rúlluterta með smjörkremi
Terta að eigin vali
10 hringja Kransakökustrýta og kransakonfekt.
Auk þess er skilað vinnumöppu, og tillit tekið til frágangs og vinnuhraða.
Nemarnir höfðu 9 tíma til þess að klára prófið og stilla því upp, 3 klukkutíma og 40 mínútur tíma fyrri daginn og 6 klukkutíma þann seinni.
Nú í ár fagnar bakarastéttin á Íslandi nokkrum merkum áföngum. Fyrst ber að nefna að í ár eru 180 ár frá komu fyrsta menntaða bakarameistarans sem var Tönnies Daníel Bernhöfts. Stofnaði hann Bernhöftsbakarí sem tók til starfa þann 25. September 1834 og er elsta starfandi fyrirtæki landsins.
Þá eru 130 ár frá því að fyrsti íslenski bakaraneminn Grímur Ólafsson þreytti sveinspróf í bakaraiðn. Grímur lærði bakaraiðn hjá Jörgen Emil Jensen sem rak bakarí í Fischersundi og oft nefnt „norska bakaríið“. Svo eru 110 ár frá því að fyrstu konditorarnir komu til starfa á Íslandi.
Bjóðum við nýja sveina hjartanlega velkomna í hóp fagmanna og óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn.
-
Frétt2 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi