Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá opnunarhátíð MATEY
Í gær, miðvikudaginn 4. september, var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkar allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum.
Á opnunarhátíðinni spilaði tónlistarfólk úr Eyjum létta tóna og boðið var upp á kynningar og smakk á fjölbreyttum matvælum frá VSV og Ísfélaginu . Gestir fengu einnig tækifæri til að smakka nýjan bjór frá Brothers Brewery auk veitinga frá Ölgerðinni.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, opnaði hátíðina formlega. Frosti Gíslason hélt erindi um sjávarsamfélagið í Vestmannaeyjum og Gísli Matthías Auðunsson kynnti hugmyndafræði matarhátíðarinnar, ásamt því að kynna sigurvegara í matreiðslukeppni Íslandsstofu / Seafood from Iceland.
Sjá einnig: Svona líta matseðlarnir út á sjávarréttahátíðinni Matey – Myndir og vídeó
Gestakokkar hátíðarinnar voru einnig kynntir. Adriana Solis Cavita frá Mexíkó mun elda á veitingastaðnum GOTT, Rosie May Maguire frá Bretlandi verður á Slippnum og Renata Zalles frá Bólivíu mun vera gestakokkur á Einsa Kalda. Ásamt þessu var einnig opnuð listasýningin ,,Sjávarsamfélagið” þar sem listafólk úr Listafélaginu Litku sýnir verk sín.
Matey hátíðin heldur áfram fimmtudag og helgina með spennandi dagskrá, þar sem gestir fá tækifæri til að upplifa einstaka sjávarrétti og listviðburði.
Með fylgja myndir frá opnunarhátíðinni:
Myndir: Karl Petersson
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vantar þig hugmynd af frábærri jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Úrval af jólaservíettum og jólakertum hjá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kælivagn til sölu
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel12 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð