Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá opnunarhátíð MATEY
Í gær, miðvikudaginn 4. september, var haldin opnunarhátíð MATEY Seafood Festival í Sagnheimum, Safnahúsinu í Vestmannaeyjum. Viðburðurinn markaði upphaf hátíðarinnar sem fagnar íslenskum sjávarfangi og framúrskarandi matreiðslu. Í ár eru gestakokkar allar konur, leiðtogar í matreiðslu og koma víða að úr heiminum.
Á opnunarhátíðinni spilaði tónlistarfólk úr Eyjum létta tóna og boðið var upp á kynningar og smakk á fjölbreyttum matvælum frá VSV og Ísfélaginu . Gestir fengu einnig tækifæri til að smakka nýjan bjór frá Brothers Brewery auk veitinga frá Ölgerðinni.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, opnaði hátíðina formlega. Frosti Gíslason hélt erindi um sjávarsamfélagið í Vestmannaeyjum og Gísli Matthías Auðunsson kynnti hugmyndafræði matarhátíðarinnar, ásamt því að kynna sigurvegara í matreiðslukeppni Íslandsstofu / Seafood from Iceland.
Sjá einnig: Svona líta matseðlarnir út á sjávarréttahátíðinni Matey – Myndir og vídeó
Gestakokkar hátíðarinnar voru einnig kynntir. Adriana Solis Cavita frá Mexíkó mun elda á veitingastaðnum GOTT, Rosie May Maguire frá Bretlandi verður á Slippnum og Renata Zalles frá Bólivíu mun vera gestakokkur á Einsa Kalda. Ásamt þessu var einnig opnuð listasýningin ,,Sjávarsamfélagið” þar sem listafólk úr Listafélaginu Litku sýnir verk sín.
Matey hátíðin heldur áfram fimmtudag og helgina með spennandi dagskrá, þar sem gestir fá tækifæri til að upplifa einstaka sjávarrétti og listviðburði.
Með fylgja myndir frá opnunarhátíðinni:
Myndir: Karl Petersson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Koffmann er loksins fáanlegt á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Matargestir ferðast aftur í tímann til villta vestursins – Myndir og vídeó
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni4 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast