Freisting
Myndasafn: Nýr veitingastaður Saffran opnar

Staðurinn gefur sig út fyrir að vera með innblástur frá austurlöndum nær og einnig notar hann ekki hvítt hveiti eða hvítan sykur, og fer þarna saman hollur matur og eldun í tandorri ofni en hitinn í honum er um 400 gráður.
Sá sem dregur vagninn er Haukur Víðisson sem er enginn nýgræðingur í að opna veitingastaði.
Þegar crew 1 frá Freisting.is kom inn á staðinn kemur þú inn í stóran sal, bjartan og mjög hátt til lofts og afgreiðslulínan er beint af augum.
Byrjuðum við á að fá okkur sellerírótarmauksúpu, siðan kom naan spelt brauð í þremur útgáfum hreint, með hvítlauk og kóríander og með kókos rúsínum og valhnetum, alveg meiriháttar á bragðið.
Næst kom stolt staðarins Saffran kjúklingur og rauðlaukur á teini eldaður í tandorri ofninum og VÁ kæru félagar þvílíkt sælgæti, erti mann aðeins í munnholinu en drap ekki bragðlaukana einsog stundum vill verða.
Næsti réttur pizza að Afrískum hætti, sæll félagi, þarna var komin týnda víddin í pizzugerð, þetta er must to try algjört sælgæti og hefði Jamie Oliver verið ánægður með þessa, þið sem sáuð þáttinn um daginn með honum þegar hann sýndi hvernig þekkt keðja fyllti pizzurnar sínar með sykri og salti skilja hvað ég á við.
Í lokin fengum við kjúklingaborgara með lárperumauki, tómatsalsa, jógúrt sósu og salati, og þeir sem eru hrifnir af Zinger ættu að prófa þennan.
Við á Freistingu óskum þeim alls farnaðar í framtíðinni.
Meðfylgjandi eru myndir frá Matta.
www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1
Forsíða / Formlega opnanir / Saffran
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður





