Vertu memm

Freisting

Myndasafn: Hvar voru íslensku kokkarnir?

Birting:

þann

Matreiðslufréttamaðurinn Robert Makłowicz frá Póllandi hélt smá tölu á Grandhótel föstudaginn 1. maí síðastliðin, ekki voru margir Íslendingar mættir og mátti telja þá á fingrum annarar handar (undirritaður sjálfur, Gissur Guðmundusson WACS og Helgi Einarsson WACS.  Fannst okkur frekar léleg mæting úr bransanum og undarlegt að KM félagar láti ekki sjá sig!?  En þessi viðburður var auglýstur m.a. á freisting.is og víðar.

Robert Makołwicz er mikilsmetinn í heimalandinu og eftir hann eru nokkrar þjóðernis/sögu-matreiðslubækur og sú nýjasta frá 2007 sem fjallar um fusion-matreiðslu milli hefðabundina pólskra rétta eldaða undir áhrifum frá Mið-Asíu, Suður-Ameríku og Ástralíu.  Skemmtileg pæling þarna á ferð að kynnast þjóðum heims í gegnum matinn og söguna. 

Ræddi hann um hefðbunda pólska matreiðslu sem er undir áhrifum frá Þýskalandi, gamla Rússlandi og Baltanlöndunum og þau grunnhráefni sem eru í hana eru notuð, grísakjöt, mikið af villtum dýrum, villta skógar-sveppi, kryddjurtir og svo auðvitað pólsku pylsurnar með grófum grísabógsbitum, miklum hvítlauk og síðan auðvitað reyktar!

Einnig var komið inná Bison uxa en þar eru á ferð uxar sem éta þetta fræga gras sem einnig er lagað Bison-Vodka (Żubrówka) sem þarna var að boðstólnum í eplasafa sem á pólsku nefnist szarlotka (sjá mynd í meðfylgjandi myndasafni) en þetta er vandað vodka infusað með grasi, sem vex á svæði við landamæri Póllands og Hvíta Rússlands,  sem gefur magnað bragð og þetta vín er mikið notað í pólska matreiðslu.  Skemmtilegur karl þarna á ferð og greinilega hafsjór af fróðleik sem hann hefur tekið saman í þáttunum sínum!

Þátturinn sem hann stýrir er sýndur á pólska ríkissjónvarpinu rás 2 með 1,5 til 2 miljónir áhorfenda í viku hverri!  Þátturinn nefnis Robert Makłowicz’s Culinary Travels og er sýndur 1x í viku og tekur hann fyrir eitt land eða eina uppskrift í hverjum þætti.  Áhugavert efni og á fundinum var tekið upp smá skot fyrir þáttinn (sem sýndur verður í ágúst skildist mér) og verðum gaman að sjá það.

Látum myndirnar tala sínu máli:
http://www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1

/ Almennar myndir / Kokkaspjall

 

/Matthías Þórarinsson

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið