Vertu memm

KM

Myndasafn: Global Chefs Challange

Birting:

þann

Var mættur kl: 05:30 á keppnisstað í 4 stiga frosti, rakt loft í tjaldi, en þetta var aðstaðan sem Írar buðu upp á.  Kl: 06:00 var fyrsti keppandinn ræstur og svo með 10 mínútna bili, en kvöldið áður var ákveðið að allir fimm dómararnir tækju eldhúsdóminn líka.

Yfirdómari og eftirlitsmaður frá WACS var Tony Jackson svo við 5 það er John Clancy frá Írland, John Retalick Wales, Geoffrey Acott England, Karl Heinz Haase Þýskaland og Sverrir Halldórsson Ísland.

Kl: 09:00 komu þeir með næringu sem samanstóð af sódavatni köldu að sjálfsögðu og útrunnin súkkulaðistykki og kunnu við dómararnir þeim litlar þakkir fyrir.  Klukkan 11:00 var fyrsti diskur en hver keppandi átti að laga 4 rétti hvern fyrir 12 manns og það eina sem gefið var upp voru próteinin en þau voru Lax, Kjúklingur, Svínahryggur, Súkkulaði og átti maður eftir að smakka ýmsar útfærslur og misjafnar eins og þær voru margar áður en yfir lauk.  Kl: 15:00 var fundur í dómaraherberginu og stigin skráð, í grunninn var skiptingin á dæmingu eftirfarandi: 30% eldhús, 30% framsetning og 40% bragð.

Voru tekin loforð af Írunum að þegar við myndum mæta í fyrramálið væri búið að kynda upp og eitthvað heitt að drekka.

Skellti mér upp á hótelið og upp í góða rúmið og lagði mig í um 3 tíma og var það kærkomið eftir langan og strangan dag.

 
Mauksúpan


Smalarabakan


Eftirrétturinn

 Um sjöleitið labbaði ég yfir á hótelið við hliðina en það heitir Hótel Ballsbridge Court (www.d4hotels.ie) Og inn á veitingastað hótelsins   O´Connells ( www.oconnellsbalsbridge.com) til að fá mér eitthvað í gogginn, pantaði ég mér gulrótar-, og kartöflu mauksúpu með rjóma og graslauk og í aðalrétt írska útgáfu á smalaböku ( Sheppards Pie ) og var borið  fram smjörristað rótargrænmeti með aðalréttinum og var þetta alveg prýðilegt og góð tilbreyting frá svínakjötinu í keppninni fyrr um daginn.  Í lokin fékk ég 2 deserta litla annarsvegar eplaköku og hins vegar bláberja triffle og voru það ágætislok á þessum degi , skundaði heim á hótel of beint í koju.

Þriðjudagsmorgun voru við aftur mættir kl: 05:30 og viti menn sama aðkoma 3. stiga frost, rakt loft, um áttaleitið kom einhver með kaffi og eftir það var hægt að fá kaffi og um níuleitið kom smjördeigsbakstur einn og sér og miðað við aðstæður vorum við í skýjunum yfir að fá þó eitthvað til að bíta og brenna.

Kl: 11:00 hófst dæmingin aftur og lauk um 14,30, þá var farið yfir í dómaraherbergið og stigin skráð og fórum við ekki út úr herberginu fyrr en allir voru sammála um úrslit.  Alltaf er ég lendi í að dæma í keppni blundar í mér hvort ég lendi  í því að utanaðkomandi aðilar séu að reyna að hafa áhrif á dómgæsluna, eins og heyrist annað slagið, en sem betur fer hef ég ekki upplifað þá aðstöðu heldur vinna menn af heilindum alla leið.

Upp á hótel og lagt sig því mæta skyldi í lokahóf kl: 19:30 á Bewelys hótelið.

Kl: 20:00 var ég mættur í lokahófið og var boðið hvítvín eða rauðvín, ég vildi bensín ( diet kók ) og var rukkaður um 2 pund bara vín frítt allt annað gjörðu svo vel að borga, pinnamatur var 2 teg bökur annars vegar með laxi og hins vegar með osti, kjúkling á spjóti Satay en án sósunnar og tómatsúpa í kaffibolla , ” that is it “ í reynd ættu Írar að skammast sín fyrir að bjóða upp jafn lélegar veitingar þetta var jú Wacs party.

Eini ljósi punkturinn var sá sem ég hélt að ég myndi ekki fagna af slíku afli en það var ræða Alheimsforseta vor Gissur Guðmundsson, eins og hann talaði mikið í Tallinn fyrir 2 árum var hann nú með stutta og hnitmiðaða ræðu, hann skaut á mig í ræðu sinni, en hann taldi það gæðamerki á matnum í keppninni að ég hefði borðað af öllum diskunum og skellti salurinn upp úr, og er það mér gersamlega harmlaust þó að gert sé góðlátlegt grín að mér.

Farið upp á hótel í rúmið góða og var innan skamms kominn í draumaveröld Disney.

Myndasafn:
http://www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1

Slóð: /Fagkeppni / Global Chef 2009

Auglýsingapláss

Fleira tengt efni:
Part 1: Global Chefs Challange

Part II: Global Chefs Challange

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið