Vertu memm

Frétt

Mús fannst syndandi í súrsætri sósu (Myndbönd)

Birting:

þann

Rotta

Í London hefur Kínverskur veitingastaður verið sektaður um 30.000 pund eftir að heilbrigðiseftirlitið sá mús synda í súrsætri sósu, sem var í um það bil að fara bera fram til viðskiptavina.

Músadrit fundust um allt eldhús í Kam Tong sem staðsett er í Queensway, Bayswater sem er í eigu Ronald Lim.  Í tveimur öðrum veitingastöðum í eigu Ronald fundust kakkalakkar út um allt, í kælinum, matvörum, gámum við hlið eldhús veitingastaðanna svo fátt eitt sé nefnt.

Allir þrír veitingastaðirnir voru lokaðir árið 2008 vegna svipuðu óþrifnaði en opnaðir aftur og hafa staðirnir verið undir stöðugu eftirliti heilbrigðisyfirvalda í London.

Í dómi sem kveðinn var upp nú á dögunum fékk Ronald átta mánaða skilorð og sekt að upphæð 30 þúsund evrur, að því er fram kemur á vef London Evening Standard hér.

Á vafri fréttamanns á myndbandavefnum Youtube má sjá nokkur myndbönd af veitingastöðum með mús og rottu vandamál.

Rottur á matseðli

Í Víetnam er þetta einfalt, en þar eru rottur á matseðlinum:

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið