Pistlar
Munurinn á heimabruggi og ódýrasta víninu í ríkinu
Ég var á internetinu um daginn og rakst á íslenska vefsíðu um vín. Í fyrstu leist mér mjög vel á vefsíðuna. Hún var með nokkra góða fróðleiksmola um vín, og greinilegt að mikil vinna var lögð í síðuna. Svo missti ég allan áhugann og virðingu fyrir aðilanum sem gefur vefsíðuna út, þegar ég las fullyrðingar hans, um að heimabrugg geti verið jafn gott og vín í ríkinu.
Ég skil það vel þegar sölumenn í heimabruggsbúðum segja við tilvonandi bruggara að heimabrugg geti verið jafngott og vín í ríkinu. Þeir eru sölumenn og þetta er þeirra starf. Ég skil það vel þegar bruggararnir sjálfir segja að vínið vínið þeirra sé jafn gott og vín í ríkinu. Þeir eru að leggja mikla peninga og vinnu í vínin sín og vilja helst fá virðingu fyrir það sem þeir eru að gera. En ég skil ekki hverning maður sem þykist hafa mikinn áhuga á vínum getur sagt á ópinberum vettvangi (internetinu ), að hægt sé að brugga jafngott vín og fæst í ríkinu !! Hér fyrir neðan eru nokkrar ástæður fyrir því að léttvíns heimabrugg verði aldrei eins gott og vín í ríkinu.
- Til eru tvenns konar efni sem eru notuð í léttvíns heimabrugg, duft og saft ( þykkni ).Duftið og saftin kemur yfirleitt frá afgangs vínþrúgum. Sem sagt þegar uppskeran hefst þá eru vínþrugur sem eru ekki taldar nógu góðar fyrir vínframleiðsluna teknar til hliðar og seldar til ákveðinna fyirtækja. Þessi fyrirtæki taka umræddu vínþrúgunar og annaðhvort sjóða safann niður í þykkni eða nota aðferð sem er kölluð “freeze dry” til að búa til duft.
- Jafnvel minnstu vínframleiðendur hafa aðgang að dýru og mjög floknum gerjunar tækjum til að tryggja að gerjunin gangi vel, og geymslan á víninu er örugg.
- Sykurmagnið sem notað er í heimabrugg, til að ná lágmarks alcohol magni er svo mikið, að það hindrar vínið frá því að geta þroskast og batnað með tímanum.
- Síðast en ekki síst. Heimabruggara skortir þekkingu og menntun sem venjulegir víngerðarmenn hafa. Menntun og reynsla sem þetta fólk leggur á sig áður en það fær vinnu sem víngerðamenn er gríðarleg. Að halda að við ófaglærða fólkið getum búið til jafngott vín er mikil vanvirðing, að okkar hálfu.
Ef bruggarar ætla að halda að þeirra vín sé sambærilegt við vín gert af fagfólki, þá vil ég að þeir taki smá próf fyrst. Ef þú ert að brugga Zinfandel vín, keyptu ódýrasta Zinfandel vínið í ríkinu og berðu þau saman. Ef þú ert að búa til chardonnay vín, keyptu ódýrasta chardonnay vínið í ríkinu og berðu þau saman. Sem sagt berðu saman vínþrúguna sem þú ert að brugga, við ódýrasta vínið úr sömu vínþrúgu sem fæst í ríkinu. Eftir að þú ert búin að bera þetta saman, vertu hreinskilinn. Er þitt vín virkilega betra ??
Ég skal alveg viðurkenna, að það er til mikið af sull víni í ríkinu. Sumt vín finnst mér virkilega ómerkilegt. En ég skal líka viðurkenna, að ég get ekki búið til betra vín heima hjá mér. Ég hef ekki menntun, tækni né vínþrúgur til þess.
© Stefán Guðjónsson er vínþjónn ársins 1999 og hefur tekið þátt í mörgum vínþjóna keppnum erlendis, meðal annars Evropumót og Heimsmeistaramót með góðum árangri.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10