Freisting
Mun Bjarni Siguróli ýta Jóhannesi af stalli? (Myndbönd)
|
Nú hefur Klúbbur Matreiðslumeistara gefið upp dagsetningar og fleiri upplýsingar í tengslum við keppnina um Matreiðslumann ársins, sem haldin verður í Vetrargarðinum í Smáralind dagana 23. – 26. september 2010. Ekki er vitað að svo stöddu hvaða fleiri keppnir verða í Vetrargarðinum í Smáralind, en það er ekki úr vegi að rifja aðeins upp keppnirnar frá því í fyrra. Keppnirnar Vínþjónn ársins 2009, Matreiðslumaður Norðurlanda 2009, Matreiðslumaður ársins 2009 og Landshlutakeppnin voru haldnar í Laugardagshöllinni samhliða sýningunni Ferðalög og frístundir helgina 8. – 10. maí 2009. Eins og kunnugt er þá hreppti Jóhannes Steinn Jóhannesson titilinn Matreiðslumaður ársins annað árið í röð í fyrra. Rétt eftir verðlaunaafhendinguna á Matreiðslumanni ársins 2009, laugardaginn 9. maí 2009 tók Freisting.is viðtal við Jóhannes og með honum var Bjarni Siguróli Jakobsson aðstoðarmaður hans. Bjarni hefur núna nýlega lokið við keppnina Bocuse d´Or Evrópa 2010 þar sem hann var aðstoðarmaður Þráins. Fréttamaður Freisting.is hann Matthías spyr Bjarna Óla hvort að hann ætli sér ekki að ýta Jóhannesi af stalli og svarið var: Já bara strax á næsta ári, en bætti síðan við: ég kannski leyfi Jóhannesi vinna eitt ár í viðbót.
Hægt er að horfa á alla verðlaunaafhendinguna hér um titilinn Matreiðslumann ársins 2009 á eftirfarandi myndbandi:
Vínþjónn ársins 2009
Íslenskt Eldhús – Landshlutakeppni 2009
Matreiðslumaður Norðurlanda 2009 Fréttamenn freisting.is rétt misstu af Alexander í Laugardagshöllinni en létu það ekki á sig fá og skelltu sér á Hótel Sögu þar sem Alexander gisti og náðu stuttu viðtali við hann þar:
Galakvöldverður Norðurlandaþings var haldin eftir keppnirnar á Hótel Sögu Súlnasal og var öllu skartað, en um 250 manns snæddu 7 rétta kvöldverð að hætti kokkalandsliðsins. Freisting.is sniglaðist inn í eldhús á Sögu korter fyrir keyrslu og hitti þar meðlimi Kokkalandsliðsins:
|
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Markaðurinn2 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Markaðurinn4 dagar síðanNorðanfiskur leitar að metnaðarfullum sölufulltrúa
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám






