Sverrir Halldórsson
Múlakaffi hagnaðist um tæpar 140 milljónir króna
Hagnaður Múlakaffis ehf. á árinu 2013 nam tæpum 135 milljónum króna og var rúmum 24 milljónum hærri en árið á undan. Þetta má lesa úr samandregnum ársreikningi félagsins sem var birtur í ársreikningaskrá á föstudaginn.
Meginstarfsemi Múlakaffis og dótturfélaganna GJ veitinga ehf. og KH veitinga felst í mötuneytis- og veitingarekstri ásamt veisluþjónustu. Eini eigandi félagsins er Jóhannes Stefánsson.
Bókfærðar eignir móðurfélagsins nema 429 milljónum króna en eignir samstæðunnar nema 754 milljónum króna. Stærstur hluti eigna samstæðunnar er fasteignir en þær eru metnar á 325 milljónir króna og bílar, innréttingar, áhöld og tæki eru metin á 754 milljónir, að því er framkemur á visir.is.
Veitingastaðurinn Múlakaffi er í Hallarmúla. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þangað komi daglega hátt í 300 gestir í morgunmat, hádegismat, kaffi eða kvöldmat. Múlakaffi rekur einnig veisluréttaþjónustu og undirbýr mat fyrir smáa viðburði sem stóra.
Múlakaffi rekur veitingasalinn í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og Versali við Hallveigarstíg. Þá rekur Múlakaffi mötuneyti Eimskipa, mötuneyti í Borgartúni 7, mötuneyti í Tollhúsinu, mötuneyti hjá Hafró, mötuneyti lögreglunnar í Reykjavík og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Daglega borða að meðaltali um 800 manns í þessum mötuneytum.
Í gegnum dótturfélög sín á Múlakaffi svo veitingastaðinn Nauthól og Hörpudisk og Kolabrautina í Hörpu.
Mynd af Jóhannesi: skjáskot úr myndbandi
Greint frá á visir.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel21 klukkustund síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag