Sverrir Halldórsson
Múlakaffi hagnaðist um tæpar 140 milljónir króna
Hagnaður Múlakaffis ehf. á árinu 2013 nam tæpum 135 milljónum króna og var rúmum 24 milljónum hærri en árið á undan. Þetta má lesa úr samandregnum ársreikningi félagsins sem var birtur í ársreikningaskrá á föstudaginn.
Meginstarfsemi Múlakaffis og dótturfélaganna GJ veitinga ehf. og KH veitinga felst í mötuneytis- og veitingarekstri ásamt veisluþjónustu. Eini eigandi félagsins er Jóhannes Stefánsson.
Bókfærðar eignir móðurfélagsins nema 429 milljónum króna en eignir samstæðunnar nema 754 milljónum króna. Stærstur hluti eigna samstæðunnar er fasteignir en þær eru metnar á 325 milljónir króna og bílar, innréttingar, áhöld og tæki eru metin á 754 milljónir, að því er framkemur á visir.is.
Veitingastaðurinn Múlakaffi er í Hallarmúla. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þangað komi daglega hátt í 300 gestir í morgunmat, hádegismat, kaffi eða kvöldmat. Múlakaffi rekur einnig veisluréttaþjónustu og undirbýr mat fyrir smáa viðburði sem stóra.
Múlakaffi rekur veitingasalinn í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og Versali við Hallveigarstíg. Þá rekur Múlakaffi mötuneyti Eimskipa, mötuneyti í Borgartúni 7, mötuneyti í Tollhúsinu, mötuneyti hjá Hafró, mötuneyti lögreglunnar í Reykjavík og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Daglega borða að meðaltali um 800 manns í þessum mötuneytum.
Í gegnum dótturfélög sín á Múlakaffi svo veitingastaðinn Nauthól og Hörpudisk og Kolabrautina í Hörpu.
Mynd af Jóhannesi: skjáskot úr myndbandi
Greint frá á visir.is
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt12 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu







