Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Múlakaffi hagnaðist um tæpar 140 milljónir króna

Birting:

þann

Múlakaffi

Veitingastaðurinn Múlakaffi er í Hallarmúla.
Mynd: skjáskot af google korti

Hagnaður Múlakaffis ehf. á árinu 2013 nam tæpum 135 milljónum króna og var rúmum 24 milljónum hærri en árið á undan. Þetta má lesa úr samandregnum ársreikningi félagsins sem var birtur í ársreikningaskrá á föstudaginn.

Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari og veitingamaður

Jóhannes Stefánsson matreiðslumeistari og veitingamaður

Meginstarfsemi Múlakaffis og dótturfélaganna GJ veitinga ehf. og KH veitinga felst í mötuneytis- og veitingarekstri ásamt veisluþjónustu. Eini eigandi félagsins er Jóhannes Stefánsson.

Bókfærðar eignir móðurfélagsins nema 429 milljónum króna en eignir samstæðunnar nema 754 milljónum króna. Stærstur hluti eigna samstæðunnar er fasteignir en þær eru metnar á 325 milljónir króna og bílar, innréttingar, áhöld og tæki eru metin á 754 milljónir, að því er framkemur á visir.is.

Veitingastaðurinn Múlakaffi er í Hallarmúla. Á vefsíðu fyrirtækisins segir að þangað komi daglega hátt í 300 gestir í morgunmat, hádegismat, kaffi eða kvöldmat. Múlakaffi rekur einnig veisluréttaþjónustu og undirbýr mat fyrir smáa viðburði sem stóra.

Múlakaffi rekur veitingasalinn í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda og Versali við Hallveigarstíg. Þá rekur Múlakaffi mötuneyti Eimskipa, mötuneyti í Borgartúni 7, mötuneyti í Tollhúsinu, mötuneyti hjá Hafró, mötuneyti lögreglunnar í Reykjavík og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Daglega borða að meðaltali um 800 manns í þessum mötuneytum.

Í gegnum dótturfélög sín á Múlakaffi svo veitingastaðinn Nauthól og Hörpudisk og Kolabrautina í Hörpu.

Mynd af Jóhannesi: skjáskot úr myndbandi

Greint frá á visir.is

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið