Vertu memm

Freisting

Mosfellsbakarí opnar eftir endurnýjun

Birting:

þann

Hafliði í nýja bakaríinu
Hafliði í nýja bakaríinu

Mosfellsbakarí að Háaleitisbraut 58-60 hefur opnað verslun sína eftir stórglæsilega endurbætur.

Fréttaritari kíkti í heimsókn til Hafliða og ræddi við súkkulaðimeistarann. Hafliði sagðist hafa hafa spáð mikið í innréttingarnar og var búinn að leita vel og lengi eða þar til að hann kom auga á Ítalska fyrirtækið Costa Group, en það fyrirtæki hefur afgreitt fjöldan allan af verkefnum víða í Evrópu og eru verkefnin meðal annars: Hótel innréttingar, barir, veitingahús (m.a. Japönsk), kaffihús, bistro, deli verslanir, bakarí omfl. Costa Group er heimsfrægt fyrirtæki og margverðlaunað fyrir hönnun og framleiðslu.

Eftir að hafa farið út og skoðað „Consept-ið“ hjá Ítalska fyrirtækinu, þá var ekki aftur snúið, Hafliði var orðinn heillaður af öllu saman hjá þeim.

Því næst hafði Hafliði samband við Stóreldhús ehf. um að aðstoða sig við að flytja inn innréttingarnar. Samstarf þeirra þriggja, þ.e.a.s. Hafliða, Stóreldhús ehf. og Costa Group heppnaðist svona vel að nú er Stóreldhús ehf. umboðsaðili fyrir Costa Group hér á landi.

Einnig er Stóreldhús ehf. umboðsaðili fyrir Selmi  en það fyrirtæki sá um að græja Hafliða upp í konfekt handverksbakaríinu.

Ljósmyndari Freisting.is tók nokkrar myndir, kíkið á myndirnar hér (þess ber að geta að smellt er á myndina við hliðin á glugganum sem stendur „notendanafn og lykilorð“, en með því þá er farið inn á myndasafnið sem er opið fyrir öllum notendum)

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið