Freisting
Mosfellsbakarí opnar eftir endurnýjun

Hafliði í nýja bakaríinu
Mosfellsbakarí að Háaleitisbraut 58-60 hefur opnað verslun sína eftir stórglæsilega endurbætur.
Fréttaritari kíkti í heimsókn til Hafliða og ræddi við súkkulaðimeistarann. Hafliði sagðist hafa hafa spáð mikið í innréttingarnar og var búinn að leita vel og lengi eða þar til að hann kom auga á Ítalska fyrirtækið Costa Group, en það fyrirtæki hefur afgreitt fjöldan allan af verkefnum víða í Evrópu og eru verkefnin meðal annars: Hótel innréttingar, barir, veitingahús (m.a. Japönsk), kaffihús, bistro, deli verslanir, bakarí omfl. Costa Group er heimsfrægt fyrirtæki og margverðlaunað fyrir hönnun og framleiðslu.
Eftir að hafa farið út og skoðað „Consept-ið“ hjá Ítalska fyrirtækinu, þá var ekki aftur snúið, Hafliði var orðinn heillaður af öllu saman hjá þeim.
Því næst hafði Hafliði samband við Stóreldhús ehf. um að aðstoða sig við að flytja inn innréttingarnar. Samstarf þeirra þriggja, þ.e.a.s. Hafliða, Stóreldhús ehf. og Costa Group heppnaðist svona vel að nú er Stóreldhús ehf. umboðsaðili fyrir Costa Group hér á landi.
Einnig er Stóreldhús ehf. umboðsaðili fyrir Selmi en það fyrirtæki sá um að græja Hafliða upp í konfekt handverksbakaríinu.
Ljósmyndari Freisting.is tók nokkrar myndir, kíkið á myndirnar hér (þess ber að geta að smellt er á myndina við hliðin á glugganum sem stendur „notendanafn og lykilorð“, en með því þá er farið inn á myndasafnið sem er opið fyrir öllum notendum)
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu





