Freisting
MK-dagurinn í máli og myndum
Það var mikið um dýrðir á MK deginum sem haldinn var laugardaginn 11. mars. Gestum gafst tækifæri á að skoða starfsemi skólans og taka þátt í fjölbreyttum getraunum og keppnum.
Það var líf og fjör á tungumálatorginu og Marentza smurbrauðsjómfrú heillaði gesti með töfrum smurbrauðslistarinnar. Framreiðslunemar eldsteiktu pönnukökur og ferðamálanemar kepptu um sæti í næstu Evrópukeppni ferðamálanema. Ýmsir óvenjulegir hlutir voru í gangi í eðlis-, efna- og líffræði og hönnunarsmiðjan í MK sýndi verkefni nema í fatahönnun. Kynnt var nýtt nám í skrifstofufærni fyrir erlenda nemendur og námsráðgjafar upplýstu gesti um fjölbreytt námsframboð skólans. Allir gestir fengu að smakka á hinum ýmsu réttum og matartæknar leiddu þá í sannleikann um hollustu í mat og drykk.
Um 2000 manns lögðu leið sína í skólann og lýstu gestir yfir mikilli ánægju sinni með móttökurnar. Margir fóru heim með vegleg verðlaun eða girnilega rétti sem kjötiðnaðarnemar og matreiðslunemar voru með á boðstólnum.
Kíkið á fleiri myndir hér (Power point skjal)
Greint frá á heimsíðu MK
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni4 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni3 dagar síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svansleyfi fyrir íslenska framleiðslu Tandur
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólatilboð á Segers vörum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vetrardrykkir frá Lavazza