Vertu memm

Freisting

MK-dagurinn í máli og myndum

Birting:

þann

Það var mikið um dýrðir á MK deginum sem haldinn var laugardaginn 11. mars. Gestum gafst tækifæri á að skoða starfsemi skólans og taka þátt í fjölbreyttum getraunum og keppnum.

Það var líf og fjör á tungumálatorginu og Marentza smurbrauðsjómfrú heillaði gesti með töfrum smurbrauðslistarinnar. Framreiðslunemar eldsteiktu pönnukökur og ferðamálanemar kepptu um sæti í næstu Evrópukeppni ferðamálanema. Ýmsir óvenjulegir hlutir voru í gangi í eðlis-, efna- og líffræði og hönnunarsmiðjan í MK sýndi verkefni nema í fatahönnun. Kynnt var nýtt nám í skrifstofufærni fyrir erlenda nemendur og námsráðgjafar upplýstu gesti um fjölbreytt námsframboð skólans. Allir gestir fengu að smakka á hinum ýmsu réttum og matartæknar leiddu þá í sannleikann um hollustu í mat og drykk.

Um 2000 manns lögðu leið sína í skólann og lýstu gestir yfir mikilli ánægju sinni með móttökurnar. Margir fóru heim með vegleg verðlaun eða girnilega rétti sem kjötiðnaðarnemar og matreiðslunemar voru með á boðstólnum.

Kíkið á fleiri myndir hér (Power point skjal)

 

Greint frá á heimsíðu MK

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið