Freisting
MK-dagurinn í máli og myndum

Það var mikið um dýrðir á MK deginum sem haldinn var laugardaginn 11. mars. Gestum gafst tækifæri á að skoða starfsemi skólans og taka þátt í fjölbreyttum getraunum og keppnum.
Það var líf og fjör á tungumálatorginu og Marentza smurbrauðsjómfrú heillaði gesti með töfrum smurbrauðslistarinnar. Framreiðslunemar eldsteiktu pönnukökur og ferðamálanemar kepptu um sæti í næstu Evrópukeppni ferðamálanema. Ýmsir óvenjulegir hlutir voru í gangi í eðlis-, efna- og líffræði og hönnunarsmiðjan í MK sýndi verkefni nema í fatahönnun. Kynnt var nýtt nám í skrifstofufærni fyrir erlenda nemendur og námsráðgjafar upplýstu gesti um fjölbreytt námsframboð skólans. Allir gestir fengu að smakka á hinum ýmsu réttum og matartæknar leiddu þá í sannleikann um hollustu í mat og drykk.
Um 2000 manns lögðu leið sína í skólann og lýstu gestir yfir mikilli ánægju sinni með móttökurnar. Margir fóru heim með vegleg verðlaun eða girnilega rétti sem kjötiðnaðarnemar og matreiðslunemar voru með á boðstólnum.
Kíkið á fleiri myndir hér (Power point skjal)
Greint frá á heimsíðu MK
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





