Freisting
Mjólk úr afkomendum klónaðrar kýr rannsökuð

Málið komst upp er eftirlitsaðilar fylgdu eftir ábendingu um að bú í Skotlandi væri að framleiða mjólk úr kúm sem væru afkomendur frægar verðlaunakýr frá Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum, en sú kýr var einmitt klónuð. Skoskur bóndi keypti tvo fósturvísa úr kúnni og fékk afburða góð naut sem hann hefur notað til þess að kynbæta hjörð sína.
Nú er verið að rannsaka hvort satt sé að mjólk hafi verið seld til neytenda en DairyCo, systursamtök LK í Bretlandi, fullyrða að svo sé ekki og nautin hafi eingöngu verið notuð til þess að framleiða fósturvísa til útflutnings, en þetta kemur fram á vef Landsamband kúabænda.
Hver sem niðurstaðan verður, er líklegt að einhversstaðar í heiminum séu neytendur að gæða sér á mjólk úr kúm sem á ættir sínar að rekja til klónaðra kynbótagripa. Þess má geta að þrátt fyrir ítrekaðar rannsóknir á bæði kjöti og mjólk af klónuðum gripum, þá hefur aldrei verið hægt að sýna fram á að þær afurðir séu á einhvern hátt lakari en hefðbundnar afurðir.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni18 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir