Frétt
Mikil uppbygging áformuð í Ölfusi
Framboð á gistingu í Þorlákshöfn og nágrenni mun margfaldast á næstu árum ef áform fjárfesta ná fram að ganga. Þau eru hluti af mikilli uppbyggingu sem er áformuð í Ölfusi á næstum árum en fjallað var um áformin í Morgunblaðinu í fyrradag.
Eitt þessara verkefna hefur vinnuheitið Hótel Black Beach og felur í sér uppbyggingu á hóteli austan við golfvöllinn við Þorlákshöfn.
Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna, segir verkefnið á frumstigi.
Spurður um tímaáætlun þessa verkefnis segir Sveinn að hún liggi ekki endanlega fyrir. Gera megi ráð fyrir að það taki ár að ljúka hönnuninni og að síðan muni framkvæmdir taka um tvö ár en samkvæmt því gætu verklok orðið í fyrsta lagi árið 2027.
Allt að 140 herbergja hótel
Félagið Thule Properties undirbýr byggingu hótels í Þorlákshöfn.
Gísli Steinar Gíslason forsvarsmaður félagsins segir verkefnið á undirbúningsstigi. Undirbúningur þess hafi hafist fyrir um átta mánuðum.
„Við erum í fýsileikakönnun og erum að leita tilboða til að áætla byggingarkostnað. Við erum meðal annars að meta hvaða byggingaraðferðir og hvaða stærð af hóteli hentar best á þessum stað. Við höfum heimild til að byggja upp undir 140 herbergja hótel en eigum eftir að meta í hversu mörgum áföngum hótelið verður byggt.
Þá sérstaklega í ljósi þess höggs sem ferðaþjónustan hefur orðið fyrir í ár. Það þarf að tímasetja upphaf framkvæmda vel,“
segir Gísli Steinar í samtali við Morgunblaðið hér.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu.
Mynd úr safni.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur