Viðtöl, örfréttir & frumraun
Mikið vatnstjón á veitingastaðnum Issi Fish & Chips – Issi: „….við erum vel tryggð fyrir öllu (nema eldgosi)“
Mikið vatnstjón varð á veitingastaðnum Issi Fish & Chips á Fitjum í Reykjanesbæ nú fyrir helgi eftir að heitavatnsrör gaf sig.
„Það var mikið vatnstjón, heitt vatn, miklar skemmdir. Eftir tveggja sólarhringa þurrkun hjá okkur á Fitjum, fór ég og kíkja á öll tæki og tól. Sló inn rafmagninu, frekar smeykur en vongóður, allt virkaði, þvílíkur léttir.
Það sem eyðilagðist fyrir utan hráefni eru gólfefni, loft í skýli og hjá djúpsteikingarpotti. Eiginlega allar breytingar/smíðin sem við gerðum í des 2022 eru ónýtar.
Ég er vel tryggður og virkilega heppinn að skaðinn sé ekki meiri, því þegar ég kom um morguninn var aðkoman þannig að það kom sjóðheitur gufustrókur á móti mér þegar ég opnaði, heitavatnsrör gaf sig og allt útslegið, viðvörunarkerfið mitt virkaði greinlega ekki.
Hitinn var slíkur að fiskur sem ég var að afþíða var sous vide eldaður. Allt í kæli ónýtt en allt í góði í frystinum. Umbúðir og þurrvörur ónýtt. Vatn um öll loft, veggjum og gólfi í skýli og afgreiðslu. Eldhúsið er hannað með epoxy og tilheyrandi vatnsvörnum því þurfti bara að þurrka þar, engar sjáanlegar skemmdir.
Ég er svo þakklátur fyrir skjót viðbrögð hjá þeim í Bládropa og TG raf. Þeir voru komnir innan 5 mín og strax hafist handa að bjarga verðmætum.
Við ætlum að opna á morgun, sunnudag með gellur og fisk.
Bara bjart framundan.
Kv. Issi.“
Segir í tilkynningu frá veitingastaðnum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hér að neðan, þá urðu miklar vatnsskemmdir eftir að heitavatnsrör gaf sig.
„Það er hinsvegar engin bilbugur á okkur, við erum vel tryggð fyrir öllu (nema eldgosi). Eldhúsið og allt þar er í lagi, en afgreiðsla og skýli er mikið skemmt vegna gufu og hita.“
Sagði Jóhann Issi Hallgrímsson eigandi í samtali við veitingageirinn.is, en hann og konan hans Hjördís Guðmundsdóttir hafa staðið í ströngu sl. daga.
Lokað hefur verið frá því á fimmtudaginn sl. og opnar í dag sunnudaginn 24. mars.
Myndir: aðsendar / Hjördís og Issi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn14 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt12 klukkustundir síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu












