Markaðurinn
Michter´s fór í þrot árið 1989, en í dag er það eitt af mest vaxandi fyrirtækjum í heimi

Michter´s sem upprunarlega hét Shenk´s var stofnað árið 1753 og er þar með í raun eitt af fyrstu viskíhúsum Bandaríkjanna.
Michter´s viskíhúsið sem staðsett er í Kentucky í Bandaríkjunum er eitt af mest vaxandi áfengisvörumerkjum í heimi.
Michter´s sem upprunarlega hét Shenk´s var stofnað árið 1753 og er þar með í raun eitt af fyrstu viskíhúsum Bandaríkjanna. Þegar fram í sótti breyttist nafnið aftur og um 1850 varð það að Bomberger´s. Það nafn hélst í hundrað ár eða þar til nafnið Michter´s var formlega tekið upp árið 1950.
Eftir erfileika fór fyrirtækið í þrot árið 1989 en aðeins örfáum árum síðar var Michter´s endurreist og hefur vaxið gríðarlega síðan.

Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s og er hún ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum.
Pam Heilmann er „Master Distiller“ hjá Michter´s en hún er ein af þeim allra bestu í bransanum í Bandaríkjunum. Hún var því mikill fengur fyrir fyrirtækið enda eftirsótt af samkeppnisaðilum eins og heyra má í myndbandinu hér að neðan.
Eins og áður segir, að í dag er það eitt af mest vaxandi áfengisvörumerkjum í heimi og þakka þeir það mörgum af bestu barþjónum beggja vegna Atlantshafsins. Þeim sem velja Michter´s á barinn sinn hefur fjölgað gríðarlega á síðustu fjórum árum. Eins og fram kom hjá Drinks International toppaði Michter´s svo listann yfir „Globally Top Trending American Whiskey Brands“ árið 2019 eftir að hafa skipað 2.sætið árið á undan. Nú nýlega undirritaði Michter´s samstarfssamning við Rolf Johansen & co, sem býður nú upp á 5 tegundir af þessu gæðavískí og aðeins ein tegund er fáanleg hjá ÁTVR í fyrstu sem er US1 American Whiskey.
Fyrir vískí-áhugafólk þá er US1 American Whiskey er geymt í notuðum viskítunnum, en öll US1 línan er þó alltaf geymd í tunnum í 5-8 ár að lágmarki, enda segja þeir sjálfir „We don´t age for statement, we age for flavour“.
Michter’s kynningarmyndband
Myndir: Michter’s

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt18 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni5 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?