Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Michelin veitingastaður lokaður vegna tilfella af Norovirus

Birting:

þann

Heston Marc BlumenthalVeitingastaðnum Dinner By Heston hefur verið lokað vegna tilfella af Norovirus, en staðurinn er á Mandarin Oriental í London og hefur 2 Michelin stjörnur.  Það veiktust 23 matargestir og 21 starfsmaður og verður staðurinn lokaður í viku meðan reynt verður að komast að rótum vandans.

Þetta er áfall fyrir Heston, en 2009 lenti veitingastaður hans The Fat Duck í Brey samskonar tilfelli, nema þá veiktust mun fleiri eða um 400 manns.

Eflaust vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað í verkferlum hjá honum sem orsakar þessa sýkingu, því hver hefði trúað því að staður með 3 Michelin stjörnu og staður með 2 Michelin stjörnur í eigu sama manns myndu báðir þurfa að loka tímabundi vegna norovirus á báðum stöðunum.

Hægt er að lesa nánar um pistilinn hér frá 2009 sem við skrifuðum um málið þá.

 

Mynd: wikipedia.org/Heston_Blumenthal

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið