Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Michelin-kokkurinn Rob Palmer opnar sinn fyrsta veitingastað
Rob Palmer, fyrrverandi yfirmatreiðslumaður á Michelinstjörnu veitingastaðnum Peel’s, opnaði nýlega sinn fyrsta veitingastað.
Staðurinn heitir Toffs og er staðsettur í bænum Solihull, nálægt Birmingham í Bretlandi.
Toffs tekur 26 gesti í sæti og býður upp á breskan samsettan matseðil í nútímalegum búningi.
„Hjá Toffs notum við árstíðirnar sem kjarna matreiðslunnar, öll aðföng, kjötið, fiskurinn og grænmetið verður fengið í nærumhverfi eins og við getum eða í Bretlandi.“
Er haft eftir Palmer í tilkynningu.
Toffs opnar í hádeginu frá fimmtudag til laugardags og kvöldmat þriðjudag til laugardags. Taste-matseðillinn verður að hámarki sjö réttir með aukaréttum, t.d. snarli, brauði og smáréttum.
Rob Palmer stefnir að sjálfsögðu á Michelin-stjörnu:
„Ég hef náð Michelin-stjörnu áður og er draumurinn að gera það aftur en fyrir sjálfan mig að þessu sinni,“
segir Rob Palmer.
Árstíðar-matseðillinn að þessu sinni er:
5 rétta / £75
Celeriac/ Chicken, thyme, cream
Potato/ Shrimp, xo, coriander
Monkfish/ White cabbage, smoked sauce, sea herbs
Duck (part 1)/ Glazed doughnut, duck ragu
Duck (part 2)/ Carrot, hazelnut, apple
Chocolate/ Vanilla, sherry
7 rétta / £95
Celeriac/ Chicken, thyme, cream
Potato/ Shrimp, xo, coriander
Scallop/ Kohlrabi, herbs, sauvignon blanc
Monkfish/ White cabbage, smoked sauce, sea herbs
Duck (part 1)/ Glazed doughnut, duck ragu
Duck (part 2)/ Carrot, hazelnut, apple
Rhubarb/ Buttermilk, anise, biscuit
Chocolate/ Vanilla, sherry
Myndir: toffsbyrobpalmer.com
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn5 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið20 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu









