Freisting
Michelin kokkurinn Eric Chavot hættir á The Capital
Franski matreiðslumeistarinn Eric Chavot hefur ákveðið að hætta á tveggja michelin veitingastaðnum The Capital í samnefndu hóteli í London. Þessi ákvörðun kom mjög á óvart enda hefur Eric unnið á Capital um áratug, en starfslok er 15. ágúst næstkomandi.
Ástæðan á uppsögninni hjá Eric kom í kjölfarið eftir miklar breytingar á starfsliði Capital, en þar hafa m.a. topparnir sagt upp starfi sínu, þ.á.m. Christoph Thuilat sem hefur ráðið sig sem food and beverage manager hjá Muehle í St James, en þetta kemur fram í tímaritinu Caterer.
Ekki er vitað hvað Eric Chavot ætlar sér að gera eftir að hann hættir á The Capital, en við komum til með að fylgjast með kappanum og flytja ykkur þær fréttir um leið og þær berast.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Er Bryggjan hætt starfsemi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Meistaradagurinn í Hótel- og matvælaskólanum
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Frétt4 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt hefur sendingar á Stokkseyri og Eyrarbakka
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?