Smári Valtýr Sæbjörnsson
Michelin kokkar með ný norrænt Pop Up kvöld á Einsa Kalda – Þetta er sannkallað VIP kvöld
Laugardagskvöldið 7. maí nk. verður boðið upp á einstakan Pop Up kvöldverð á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum.
Þar munu Michelin matreiðslumennirnir Peeter Pihel og Michael Jiro Holman frá veitingastaðnum Fäviken í Svíþjóð elda 8 rétta veislumáltíð eftir svokallaðri Rektun Mat (Real Food) stefnu þar sem norrænt hráefni verður í fyrirrúmi. Fäviken er tveggja Michelin stjörnu veitingastaður og var í fyrra valinn 25 besti veitingastaður heims.
Viðburður þessi er til kominn eftir að Atli Snær Keransson, nemi á Einsa Kalda og Lava í Bláa Lóninu, fór til Svíþjóðar að vinna á Fäviken síðasta vetur. Fljótlega komu upp hugmyndir hjá honum og Einari Birni Árnasyni matreiðslumeistara, um að þeir Peeter og Michael kæmu til Vestmannaeyja og stæðu fyrir Pop Up kvöldi á veitingastað Einars, Einsa Kalda.
Peeter Pihel er 36 ára og kemur frá Eistlandi. Hann var m.a. valinn matreiðslumaður ársins þar árið 2008 og er mjög þekktur í heimalandi sínu. Hann starfaði á veitingastaðnum Pädaste Manor sem var valinn besti veitingastaðurinn í Eistlandi fjögur ár í röð, áður en hann hóf störf á Fäviken.
Michael Jiro Holman er þrítugur Kanadamaður og er hálf-japanskur að uppruna. Áður en hann hóf störf á Fäviken starfaði hann m.a. í Japan, Kanada, Bandaríkjunum, S-Kóreu og Danmörku.
Eins og nafnið á viðburðinum (Pop Up) gefur til kynna verður hann ekki endurtekinn og er sætaframboð takmarkað. Verðið fyrir kvöldverðinn er 9.500 kr. án víns og 17.500 kr. með sérvöldu víni af kokkunum sjálfum. Borðapantanir eru í s: 481-1415.
Matseðillinn:
Rektun Mat
Linseed and vinegar crisps
seaweed dip
Scallop
cooked over burning juniper branches
Kelp Cured Acrtic Char
Eggyolk Sauce, Mustard, Crisped Parsnip, Roe and Horse Radish
Bird s liver custard
salted gooseberries and malted cabbage
Milk Curd
Poached Langoustine, Langoustine Dashi and Wild Herbs
Seared cod brushed very lightly with honey
brown berry puree
Roasted lamb rump
salted seaweed and beetroots
Whisked duck eggs with wild raspberries
Skyr sorbet with cherries and dried egg yolk
Fyrir áhugasama má einnig geta þess að Hótel Vestmannaeyjar verður með tilboð á gistingu í tengslum við þetta kvöld en nánari upplýsingar um það eru í s: 481-2900.
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi