Freisting
Met í jólaverslun með mat og drykk
Landsmenn gerðu vel við sig í mat og drykk í jólamánuðinum og vörðu meira til veislufanga nú en síðustu árin. Velta í dagvöruverslun var 4,4% meiri í desember miðað við sama mánuð í fyrra, á föstu verðlagi, en þá á sér stað leiðrétting á verðlaginu með því að taka tillit til verðbreytinga sem hafa orðið á tímabilinu.
Vísitalan dagvöruverslunar hefur ekki verið hærri frá því að mælingar hófust í lok árs 2001.
Ef miðað er við breytilegt verðlag, en þá er miðað við þá krónutölu sem er í gangi hvert sinn sem mælt er óháð öllum öðrum áhrifum, var veltan í dagvöruverslun 13,5% meiri í desember 2006 en í desember 2005.
Sala á áfengi jókst um 5,6% milli ára á föstu verðlagi og hefur vísitala þess ekki verið hærri frá upphafi mælinganna 2001, eða 218,5 stig á föstu verðlagi, samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Undanfarna mánuði hefur velta í dagvöruverslun heldur dregist saman milli mánaða og tiltölulega hógværar hækkanir hafa verið í samanburði á milli ára. Þetta hefur verið túlkað þannig að þensla fari minnkandi og einkaneysla að dragast saman. Líklegt má telja að sú þróun haldi áfram og óvíst að veisluhöld um jólin hafi nokkur áhrif á þá þróun,“ samkvæmt frétt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.
Greint frá á Mbl.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar2 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni4 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 klukkustundir síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu





