Frétt
Mennta- og menningarmálaráðherra fær fyrstu Köku ársins
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, tók á móti fyrstu Köku ársins í mennta- og menningarmálaráðuneytinu í morgun.
Landssamband bakarameistara efndi nýlega til árlegrar keppni um Köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð og hlýtur hún titilinn Kaka ársins.
Keppnin var haldin í samstarfi við Ölgerðina og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi bitter marsipan og appelsínutröffel frá Odense. Sigurkakan hlýtur nafnbótina „Kaka ársins 2019“ og er höfundur hennar Sigurður Már Guðjónsson, bakarameistari og eigandi Bernhöftsbakarís.
Sala á kökunni hefst í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara um allt land miðvikudaginn 20. febrúar og verður til sölu það sem eftir er ársins.
Myndir: aðsendar / Landssamband bakarameistara
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni1 dagur síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir