Veitingarýni
Mekka matreiðslunnar?
Það er nú ekki eins og að Keflavík hafi verið Mekka matreiðslunnar hingað til þó að í dag megi þar inn á milli finna bæði góða veitingastaði og áhugaverða.
En það er ýmislegt spennandi að gerast í Keflavík. Og ekki fyrir svo löngu heyrði ég um nokkrar duglegar pólskar konur sem hefðu tekið sig saman og opnað hádegisverðarstað á Hringbrautinni í Keflavík og væru að bjóða þar upp á ljómandi góðan pólskan hverdags eða heimilismat.
Mér fannst þetta spennandi enda ekki margir pólskir veitingastaðir á íslandi. Sagan á bak við þetta framtak er spennandi, en þær höfðu byrjað að elda mat heima fyrir pólska verkamenn sem virkilega langaði í almennilegan mat að heiman en höfðu hvorki kunnáttuna né þekkinguna til að elda.
Vanmat á gæðum
Ég hef unnið með mörgum pólskum matreiðslumönnum og mér finnst því miður að þegar talið berst að pólskum mat og matarmenningu þá hafa margir vott af vantrú að öðrum líki pólskur matur. Ég hef aldrei áttað mig á þessu vanmati þar sem ég veit að landið hefur uppá að bjóða gríðarlega mikið af fjölbreyttu og skemmtilegu hráefni ásamt því að Pólland er miðsvæðis í Evrópu og „matar áhrif“ nágrannalanda því töluverð.
En hér í Keflavík er núna búið að opna einn af fyrstu pólsku veitingastöðunum á landinu og á bak við framtakið standa nokkrar hugrakkar konur sem bæði vilja skapa sér atvinnu og kynna sína matarmenningu með stolti (eru stoltar af sínum uppruna).
Þegar okkur bar að garði á laugardegi um hádegisleytið þá var staðurinn fullur og þurftum við að hinkra aðeins eftir borði, sem gaf okkur tíma til að virða fyrir okkur gestina. En þar á meðal voru nokkrar fjölskyldur og gert er ráð fyrir börnum, því mikið var um leikföng. Þess má geta að á Suðurnesjunum er mesti fjöldi útlendinga búsettur á landinu í dag og pólverjar í miklum meirihluta.
Góður matur
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um matinn önnur en þau að hann var ljómandi góður en nokkuð var farið að saxast á matseðilinn, sem var fjölbreyttur, er við komum enda komið fram yfir hádegi.
Áhugaverðast var ef til vill að súrkál var borið fram með flestu réttum, en súrkál að mínu mati algjörlega vanmetið hér á landi en víða í mið Evrópu er það haft í öndvegi enda ekkert nema hollustan.
Verðið á matnum er mjög stillt í hóf og er nokkuð undir því sem gengur og gerist en fyrir mitt leyti, fannst mér þetta vera mjög spennandi, hér var framandi matur á góðu verði og ekki skemmdi það fyrir að þjónustan gekk hratt fyrir sig og var til mikillar fyrirmyndar.
Lifið heil.
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Gulli bakari heiðraður sem kaupmaður ársins 2024
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Mikil aukning á fölsuðu áfengi – IBA biðlar til allra barþjóna og veitingamenn að vera vel á verði
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur
-
Frétt2 dagar síðan
Upplýsingar til rekstraraðila í kringum Austurvöllinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð