Viðtöl, örfréttir & frumraun
Meistarakokkar til liðs við Saffran
Saffran veitingastaðirnir hafa fengið til liðs við sig meistarakokkana Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson sem munu sjá um að þróa nýja rétti á matseðlinum ásamt því að hafa yfirumsjón með gæðamálum á Saffran stöðunum.
Viktor Örn og Hinrik eru á meðal fremstu matreiðslumanna landsins og var Viktor meðal annars lykilmaður í Kokkalandsliðinu á árunum 2009-2015 auk þess sem hann var valinn Matreiðslumaður ársins árið 2013. Þá vann hann til bronsverðlauna í matreiðslukeppninni Bocuse d´Or árið 2017 sem er ein sú virtasta í heimi.
„Það er mikill fengur að hafa fengið Viktor Örn og Hinrik til liðs við okkur og við erum virkilega spennt fyrir samstarfinu. Við hlökkum til að kynna nýja rétti fyrir viðskiptavinum Saffran á næstu vikum og mánuðum,“
segir Jóhann Örn Þórarinsson, einn af eigendum Saffran.
„Það er alveg frábært hvað Íslendingar eru orðnir mikið fyrir austurlenska matargerð. Okkur Hinrik hlakkar mikið til að prófa okkur áfram með nýja rétti á matseðilinn. Þetta er líka gott tækifæri til að spreyta sig meira á Tandoori-pottinum, eldunartæki sem Indverjar hafa unnið með í margar aldir,“
segir Viktor Örn.
Saffran rekur fjóra staði á höfuðborgarsvæðinu; í Glæsibæ, Bíldshöfða, Dalvegi og Bæjarhrauni. Auk nýjunga á matseðlinum munu viðskiptavinir Saffran verða varir við fleira nýtt en staðirnir í Glæsibæ og á Dalvegi gengu nýverið í gegnum miklar endurbætur og voru miklar breytingar gerðar á útliti staðanna. Tilefnið var meðal annars það að í ár eru tíu ár frá því að Saffran opnaði fyrst í Glæsibæ.
Mynd: aðsend
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or9 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or3 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir