Viðtöl, örfréttir & frumraun
Meistarakokkar til liðs við Saffran

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson munu þróa nýjan matseðil og hafa vökult auga með gæðum hjá Saffran
Saffran veitingastaðirnir hafa fengið til liðs við sig meistarakokkana Viktor Örn Andrésson og Hinrik Lárusson sem munu sjá um að þróa nýja rétti á matseðlinum ásamt því að hafa yfirumsjón með gæðamálum á Saffran stöðunum.
Viktor Örn og Hinrik eru á meðal fremstu matreiðslumanna landsins og var Viktor meðal annars lykilmaður í Kokkalandsliðinu á árunum 2009-2015 auk þess sem hann var valinn Matreiðslumaður ársins árið 2013. Þá vann hann til bronsverðlauna í matreiðslukeppninni Bocuse d´Or árið 2017 sem er ein sú virtasta í heimi.
„Það er mikill fengur að hafa fengið Viktor Örn og Hinrik til liðs við okkur og við erum virkilega spennt fyrir samstarfinu. Við hlökkum til að kynna nýja rétti fyrir viðskiptavinum Saffran á næstu vikum og mánuðum,“
segir Jóhann Örn Þórarinsson, einn af eigendum Saffran.
„Það er alveg frábært hvað Íslendingar eru orðnir mikið fyrir austurlenska matargerð. Okkur Hinrik hlakkar mikið til að prófa okkur áfram með nýja rétti á matseðilinn. Þetta er líka gott tækifæri til að spreyta sig meira á Tandoori-pottinum, eldunartæki sem Indverjar hafa unnið með í margar aldir,“
segir Viktor Örn.
Saffran rekur fjóra staði á höfuðborgarsvæðinu; í Glæsibæ, Bíldshöfða, Dalvegi og Bæjarhrauni. Auk nýjunga á matseðlinum munu viðskiptavinir Saffran verða varir við fleira nýtt en staðirnir í Glæsibæ og á Dalvegi gengu nýverið í gegnum miklar endurbætur og voru miklar breytingar gerðar á útliti staðanna. Tilefnið var meðal annars það að í ár eru tíu ár frá því að Saffran opnaði fyrst í Glæsibæ.
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Efnisveitan í Skeifunni: Nýtt og notað fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Við eigum majónesið fyrir þig – Heinz & Kraft majónes – Fullkomið fyrir stóreldhús
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lavazza frumsýnir samstarf við Maríu Guðjohnsen á HönnunarMars
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
POP-UP helgi á Eyju – Andreas töfrar fram 5 rétta seðil!