Frétt
McDonald’s sektað eftir að músaskítur fannst í hamborgara
McDonald’s hefur verið sektað um rúmlega 80 milljón króna (475.000 pund) eftir að viðskiptavinur í London fann músaskít í hamborgara sínum.
Heilbrigðiseftirlitið heimsótti veitingastaðinn, sem staðsettur er við lestastöðina High Road, Leytonstone í London.
Á vef dailymail.co.uk kemur fram að eftirlitsmenn fundu músaskít um allan veitingastaðinn, þar á meðal við bakka með eldunaráhöldum, á gólfi víðsvegar í eldhúsinu, í starfsmannaherberginu og í boxum sem geymir karamellusósu.
Einnig reyndist eldhúsið vera mjög óhreint þrátt fyrir að starfsfólk sýndu pappíra að það hefði verið hreinsað reglulega.
Veitingastaðnum var skipað að loka strax og viðskiptavinir beðnir um að fara.
McDonald’s játaði sekt sína og sendi út tilkynningu:
„Við biðjumst afdráttarlaust afsökunar á þessu atviki og sem þetta hefur valdið. Við leggjum metnað í að uppfylla ströngustu kröfur um heilsu, öryggi, gæði og hreinlæti, en í þessu tilviki náðum við ekki þeim stöðlum sem við settum okkur.“
Myndir: Waltham Forest Council / dailymail.co.uk
-
Markaðurinn7 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or7 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Keppni1 dagur síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla