Frétt
McDonald’s sektað eftir að músaskítur fannst í hamborgara
McDonald’s hefur verið sektað um rúmlega 80 milljón króna (475.000 pund) eftir að viðskiptavinur í London fann músaskít í hamborgara sínum.
Heilbrigðiseftirlitið heimsótti veitingastaðinn, sem staðsettur er við lestastöðina High Road, Leytonstone í London.
Á vef dailymail.co.uk kemur fram að eftirlitsmenn fundu músaskít um allan veitingastaðinn, þar á meðal við bakka með eldunaráhöldum, á gólfi víðsvegar í eldhúsinu, í starfsmannaherberginu og í boxum sem geymir karamellusósu.
Einnig reyndist eldhúsið vera mjög óhreint þrátt fyrir að starfsfólk sýndu pappíra að það hefði verið hreinsað reglulega.
Veitingastaðnum var skipað að loka strax og viðskiptavinir beðnir um að fara.
McDonald’s játaði sekt sína og sendi út tilkynningu:
„Við biðjumst afdráttarlaust afsökunar á þessu atviki og sem þetta hefur valdið. Við leggjum metnað í að uppfylla ströngustu kröfur um heilsu, öryggi, gæði og hreinlæti, en í þessu tilviki náðum við ekki þeim stöðlum sem við settum okkur.“
Myndir: Waltham Forest Council / dailymail.co.uk
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn1 dagur síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn4 dagar síðanDesembertilboð fyrir veitingageirann með allt að 45 prósenta afslætti
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?










