Frétt
MATVÍS: kjarakönnun í gangi – Vinningar fyrir þátttöku
Mikilvægur liður í þjónustu MATVÍS er að veita félagsfólki upplýsingar um kjarasamningsbundin réttindi og markaðslaun. Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sér þessa dagana um framkvæmd könnunar um kjör félagsfólks MATVÍS. Félagsfólki hefur borist tölvupóstur og SMS-skilaboð vegna þessa.
Í könnuninni er spurt um laun í september, auk annarra þátta. MATVÍS mun nýta niðurstöðurnar til að geta gefið félagsfólki sínu betri upplýsingar um markaðslaun innan félagsins. Þín þátttaka skiptir miklu máli svo hægt sé að ná sem bestum upplýsingum um kjör félagsfólks.
Vinningar fyrir þátttöku
Örfáar mínútur tekur að svara könnuninni. Nöfn fimm þátttakenda verða dregin út þegar könnun verður yfirstaðin. Þeir munu vinna helgarleigu í orlofshúsum félagsins, utan sumar- og páskatímabila, að eigin vali.
Mynd: úr safni
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti