Frétt
MATVÍS: kjarakönnun í gangi – Vinningar fyrir þátttöku
Mikilvægur liður í þjónustu MATVÍS er að veita félagsfólki upplýsingar um kjarasamningsbundin réttindi og markaðslaun. Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins sér þessa dagana um framkvæmd könnunar um kjör félagsfólks MATVÍS. Félagsfólki hefur borist tölvupóstur og SMS-skilaboð vegna þessa.
Í könnuninni er spurt um laun í september, auk annarra þátta. MATVÍS mun nýta niðurstöðurnar til að geta gefið félagsfólki sínu betri upplýsingar um markaðslaun innan félagsins. Þín þátttaka skiptir miklu máli svo hægt sé að ná sem bestum upplýsingum um kjör félagsfólks.
Vinningar fyrir þátttöku
Örfáar mínútur tekur að svara könnuninni. Nöfn fimm þátttakenda verða dregin út þegar könnun verður yfirstaðin. Þeir munu vinna helgarleigu í orlofshúsum félagsins, utan sumar- og páskatímabila, að eigin vali.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn15 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






