Markaðurinn
Matvís kaupir orlofsíbúð á Spáni
Matvís hefur keypt nýja orlofsíbúð á La Zenía svæðinu suður af Torrevieja stutt frá Villamartin á Spáni. Opnað verður fyrir útleigu kl. 9:00 15. janúar n.k. Leiguverð fyrir tvær vikur verður kr. 100.000.
Um er að ræða svokölluð „fjarkahús“ þar sem fjórar íbúðir eru í húsinu. Íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Á neðri hæð er gengið inn í rúmgott alrými, stofa, eldhús og borðstofa. Einnig er eitt svefnherbergi með hjónarúmi (152 cm) á neðri hæð.
Á annarri hæð eru 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi (152 cm) og hitt með koju fyrir tvo. Útgengi út á svalir. Baðherbergi er á báðum hæðum. Góð sameign með fallegum sameiginlegum sundlaugargarði. Sér bílastæði á lokaðri lóð fylgir.
Aksturstími frá Alicante flugvelli er ca 50 mínútur sé farið eftir N332. Íbúðin er í ca 20 mín. göngufæri (ca 2.5 km) frá La Zenía Boulevard verslunarmiðstöðinni. Einnig er örstutt að ganga í Los Dolces þjónustukjarnann, þar sem er gott úrval veitingastaða og verslana. Miðborg Torrevieja er í ca 15 mín. akstursleið.
Fjölbreytt úrval golfvalla er í nágrenninu t.d. Villarartin, Las RAmblas, Campoamor, Las Colinas ofl.
Allar upplýsingar um Matvís íbúðirnar er hægt að skoða með því að smella hér.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi