Frétt
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði
![Kjúklingabringur](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2019/10/kjuklingabringur-1024x682.jpg)
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum ferskum kjúklingi frá Reykjagarði seldum undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar vegna gruns um salmonellu í tveimur lotum. Dreifing á kjúklingnum hefur verið stöðvuð og stendur innköllun yfir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnunni.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónan
- Framleiðandi: Reykjagarður, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Lotunúmer: 001-19-36-3-02 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, læri með beini, úrbeinuð læri, leggir, vængir) með pökkunardag 8.10 og 9.10
- Lotunúmer: 001-19-37-3-17 (Holta og Krónu bringur, læri í Krónuverslanir og í Costco merkt Holta; læri, leggir, lundir og úrb. læri) pökkunardagur 11.10
- Dreifing: Nettóverslanir um allt land, Krónuverslanir um allt land, Kjörbúðin um allt land, Baskó /Iceland Akureyri, Basko/10-11 Laugavegi og Barónsstíg, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Varmahlíð, Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila inn vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs Fosshálsi 1. 110 Reykjavík
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Nemendur & nemakeppni20 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Keppni3 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Bocuse d´Or19 klukkustundir síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025