Frétt
Matvælastofnun varar við neyslu á ferskum kjúklingi frá Reykjagarði
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum ferskum kjúklingi frá Reykjagarði seldum undir merkjum Holta, Kjörfugls og Krónunnar vegna gruns um salmonellu í tveimur lotum. Dreifing á kjúklingnum hefur verið stöðvuð og stendur innköllun yfir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matvælastofnunni.
Innköllunin á eingöngu við um eftirfarandi framleiðslulotur:
- Vöruheiti: Holta, Kjörfugl og Krónan
- Framleiðandi: Reykjagarður, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík
- Lotunúmer: 001-19-36-3-02 (heill kjúklingur, bringur, lundir, bitar, læri með beini, úrbeinuð læri, leggir, vængir) með pökkunardag 8.10 og 9.10
- Lotunúmer: 001-19-37-3-17 (Holta og Krónu bringur, læri í Krónuverslanir og í Costco merkt Holta; læri, leggir, lundir og úrb. læri) pökkunardagur 11.10
- Dreifing: Nettóverslanir um allt land, Krónuverslanir um allt land, Kjörbúðin um allt land, Baskó /Iceland Akureyri, Basko/10-11 Laugavegi og Barónsstíg, Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki, Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Olís Varmahlíð, Costco
Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila inn vörunni í viðkomandi verslun eða beint til Reykjagarðs Fosshálsi 1. 110 Reykjavík
Tekið skal fram að ef áprentuðum leiðbeiningum á umbúðum er fylgt og kjúklingurinn steiktur í gegn þá er hann hættulaus neytendum. Tryggja þarf að blóðvökvi komist ekki í aðra matvöru.
Mynd: úr safni
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi