Frétt
Matvælastefna til 2040 lögð fram á Alþingi
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu um matvælastefnu fyrir Ísland. Stefnan er mörkuð til ársins 2040 og er ætlað að vera leiðarstef í ákvarðanatöku til að auka megi verðmætasköpun í innlendri matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.
Í stefnunni er lögð áhersla á sjálfbærni matvælaframleiðslu, samfélag, fæðuöryggi, matvælaöryggi, þarfir neytenda, rannsóknir, nýsköpun og menntun og verður henni fylgt eftir með aðgerðaáætlun til fimm ára.
Við gerð matvælastefnunnar var leitað samráðs við hagsmunaaðila, atvinnulífið og almenning. Að auki var efnt til Matvælaþings í nóvember sl. þar sem ólíkir aðilar komu að umræðu um drög stefnunnar í pallborðum og opið var fyrir spurningar og athugasemdir frá almenningi.
Þingsályktunartillagan er einnig unnin með hliðsjón af áherslum matvælaráðherra og nýs matvælaráðuneytis sem tók til starfa 1. febrúar 2022. Heimsfaraldur kórónuveiru og innrás Rússlands í Úkraínu hafa breytt ýmsum forsendum sem áður voru taldar sjálfgefnar. Í tillögunni er því m.a. aukin áhersla lögð á fæðuöryggi, loftslagsmál og hringrásarhagkerfi.
„Íslensk matvælaframleiðsla er mikilvægur hluti allra lykilhagstærða svo sem landsframleiðslu, útflutningsverðmæta og fjölda starfa. Fá samfélög sem við berum okkur saman við eru jafn efnahagslega háð matvælaframleiðslu. Ísland er ríkt af auðlindum sem gerir landið að samkeppnishæfum matvælaframleiðanda innanlands sem og á alþjóðamörkuðum“.
Er haft eftir matvælaráðaherra í tilkynningu.
Stefnt er að því að tillagan verði lögð fyrir Alþingi sem stjórnartillaga að fenginni heimild ríkisstjórnar til umsagnar þingflokka stjórnarflokkanna.
Mynd: stjornarradid.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt3 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum