Frétt
Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir í febrúar
Matvælasjóður opnar fyrir umsóknir 1. febrúar 2025 vegna sjöttu úthlutunar sjóðsins, hægt verður að sækja um til miðnættis 28. febrúar 2025.
Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu íslenskra matvæla og hliðarafurða þeirra úr landbúnaðar- og sjávarafurðum á landsvísu. Til úthlutunar úr sjóðnum í ár eru rúmar 477 milljónir króna.
„Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að ýta skuli undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu og efla nýsköpun í landbúnaði. Matvælasjóður er öflugur sjóður sem spilar lykilhlutverk til að koma megi þessum markmiðum í framkvæmd.“
segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Matvælasjóður veitir styrki í fjórum flokkum:
- Bára styrkir verkefni á hugmyndastigi, úr hugmynd yfir í verkefni.
- Kelda styrkir rannsóknaverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu.
- Afurð styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi, eru ekki tilbúin til markaðssetningar, en leiða af sér afurð.
- Fjársjóður styrkir sókn á markaði, hjálpar fyrirtækjum að koma sínum verðmætum á framfæri.
Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér flokka og handbók sjóðsins vel áður en farið er í að vinna umsókn.
Einungis verður tekið við umsóknum í gegnum Afurð sem er stafrænt stjórnsýslukerfi matvælaráðuneytisins. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sjóðsins.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025