Frétt
Matvælakjarni á Vopnafirði

Frá vinstri: Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps við undirritun samningsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Sara Elísabet Svansdóttir, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps og Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, hafa undirritað samning um að koma á fót matvælakjarna á Vopnafirði.
Matvælakjarni er vottað vinnslurými þar sem frumkvöðlar og smáframleiðendur hafa aðgang að aðstöðu til að framleiða og þróa vörur. Með þessu er ætlunin að auka neyslu afurða úr nærsamfélaginu og auðvelda smáframleiðendum að þróa hugmyndir sínar til nýsköpunar og nýtingar hráefnis úr héraði.
Verkefnið er hluti af áætluninni Minni matarsóun – Aðgerðaáætlun gegn matarsóun, sem gefin var út á árinu 2021 sem og stefnumótandi byggðaáætlun 2022-2036.
„Ég legg mikla áherslu á mikilvægi hugvits og nýsköpunar þegar kemur að því að ná árangri í umhverfismálum og er ánægður að ráðuneytið geti stutt við frumkvöðla með þessum hætti, í góðu samstarfi við sveitarfélagið.
Við eigum að stefna að fullnýtingu allra hráefna. Íslendingar hafa verið í forystu í fullnýtingu sjávarafurða og við þurfum að ná sama árangri í öðrum greinum.“
Segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Mynd: stjornarradid.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Sænsku bollurnar – Semlur
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Frétt20 klukkustundir síðan
Uber Eats höfðar mál gegn DoorDash vegna meintra einokunaraðferða