Vertu memm

Veitingarýni

Matur og drykkur | Veitingarýni

Birting:

þann

Matur og drykkur

Matur og drykkur er nýr veitingastaður í Alliance húsinu vestur á Grandagarði 2, en hann opnaði í janúar s.l.. Eigendur eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz.

Matur og drykkur tekur 60 manns í sæti og er með þennan gamla góða íslenska mat upp úr bókinni Matur og Drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur.

Matur og drykkur

Yfirmatreiðslumenn staðarins eru Gísli Matthías Auðunsson og Paul D’Avino og aðstoðaryfirkokkur er Helgi Pétur Gunnlaugsson.

Staðurinn er mjög hlýlegur og heimilislegur sem hafði áhrif á heimilistilfinninguna að maður upplifi sig velkomin.

Við komum klukkan 19:00 og fengum okkur sæti stuttu, síðar kom Gísli og við sögðum að hann mætti ráða ferðinni og hér kemur herlegheitin:

Matur og drykkur

Fordrykkur:
Rauðbeðu Kokteill

Þessi kokteill var mjög góður og sætur.

Matur og drykkur

Súrdeigsbrauð með cumen

Gott og skorpan var mjög góð.

Matur og drykkur

Harðfiskflögur, brennt mysusmjör og sýrð söl

Bragðgóður réttur, kom skemmtilega á óvart.

Matur og drykkur

Tví-taðreykt lamb, hvítkál og súrmjólkuruppstúf, múskat

Þessi réttur var virkilega bragðgóður.

Matur og drykkur

Blóðbergsgrafið lamb með geitaosti og jarðskokkum

Skemmtilegur og ferskur réttur hér á ferð, geitaosturinn kemur vel inn í réttinn.

Matur og drykkur

Þorsklifur með reyniberjasultu á ófeitu kúmenlaufabrauði

Hér er á ferðinni skemmtileg samsetning á bragði, mjög gott.

Matur og drykkur

Saltfiskkrókettur og piparrótar remúlaði

Krókettan bráðnaði upp í manni, passaði mjög vel með remúlaðinu, góður keimur af piparrótinni, skemmtilegur réttur.

Matur og drykkur

Humarhali með sólselju söl og harfiski

Humarinn var frábærlega steiktur, og sósan mmmm… bragðgóð var hún.

Matur og drykkur

Gæsahjörtu með eplamauki, steinselju og kruðeríi

Þessi réttur var bragðgóður og hjörtun passlega elduð.

Matur og drykkur

Lúðusúpa

Þessi heimsfræga Lúðusúpa með eplum og rúsínum sem hefur ekki sést á veitingarstöðum í þó nokkur mörg ár. Virkilega bragðgóð súpa.

Matur og drykkur

Aðalréttur:
Þorskhaus eldaður í þykku kjúklingasoði og beltisþara

Matur og drykkur

Meðlætið með aðalréttinum.
Seljurótarmauk, stökkar kartöflur og jurtarvinaigrette

Þorskhausinn var mjög bragðgóður og bráðnar upp í manni, þvílíkt sælgæti

Matur og drykkur

Rjómablandað skyr með höfrum mysukrapi og þurrkuðum bláberjum

Ferskur réttur, mjög góður og mysukrapið kom vel á móti skyrinu.

Matur og drykkur

Kleinur og mysingskrem

Já sæææælll, smellpassaði með kaffinu.

Ég hef bara eiginlega eitt orð til að lýsa upplifun mína á matnum og þjónustunni á Mat og Drykk…. , þetta kom mér mjög á óvart, þvílík matarveisla, maður stóð á blístri.

Þetta er staður sem er kominn til að vera og Gísli og Co eru að gera góða hluti, þar sem hugmyndin er að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar, til hamingju öll.

við þökkuðum kærlega fyrir okkur og héldum heim á leið.

 

/Theodór Páll

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið