Veitingarýni
Matur og drykkur | Veitingarýni
Matur og drykkur er nýr veitingastaður í Alliance húsinu vestur á Grandagarði 2, en hann opnaði í janúar s.l.. Eigendur eru Gísli Matthías Auðunsson, Elma Backman, Ágústa Backman, Inga María Backman og Albert Munoz.
Matur og drykkur tekur 60 manns í sæti og er með þennan gamla góða íslenska mat upp úr bókinni Matur og Drykkur eftir Helgu Sigurðardóttur.
Yfirmatreiðslumenn staðarins eru Gísli Matthías Auðunsson og Paul D’Avino og aðstoðaryfirkokkur er Helgi Pétur Gunnlaugsson.
Staðurinn er mjög hlýlegur og heimilislegur sem hafði áhrif á heimilistilfinninguna að maður upplifi sig velkomin.
Við komum klukkan 19:00 og fengum okkur sæti stuttu, síðar kom Gísli og við sögðum að hann mætti ráða ferðinni og hér kemur herlegheitin:
Þessi kokteill var mjög góður og sætur.
Gott og skorpan var mjög góð.
Bragðgóður réttur, kom skemmtilega á óvart.
Þessi réttur var virkilega bragðgóður.
Skemmtilegur og ferskur réttur hér á ferð, geitaosturinn kemur vel inn í réttinn.
Hér er á ferðinni skemmtileg samsetning á bragði, mjög gott.
Krókettan bráðnaði upp í manni, passaði mjög vel með remúlaðinu, góður keimur af piparrótinni, skemmtilegur réttur.
Humarinn var frábærlega steiktur, og sósan mmmm… bragðgóð var hún.
Þessi réttur var bragðgóður og hjörtun passlega elduð.
Þessi heimsfræga Lúðusúpa með eplum og rúsínum sem hefur ekki sést á veitingarstöðum í þó nokkur mörg ár. Virkilega bragðgóð súpa.
Þorskhausinn var mjög bragðgóður og bráðnar upp í manni, þvílíkt sælgæti
Ferskur réttur, mjög góður og mysukrapið kom vel á móti skyrinu.
Já sæææælll, smellpassaði með kaffinu.
Ég hef bara eiginlega eitt orð til að lýsa upplifun mína á matnum og þjónustunni á Mat og Drykk…. VÁ, þetta kom mér mjög á óvart, þvílík matarveisla, maður stóð á blístri.
Þetta er staður sem er kominn til að vera og Gísli og Co eru að gera góða hluti, þar sem hugmyndin er að hefja íslenska matarhefð til vegs og virðingar, til hamingju öll.
við þökkuðum kærlega fyrir okkur og héldum heim á leið.
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni2 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni23 klukkustundir síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun