Vertu memm

Frétt

Matur í bókmenntum og matreiðslubækur sem bókmenntir

Birting:

þann

Norræna húsið

Norræna húsið

Norræna húsið boðar til málþings um mat og bækur 27. febrúar næstkomandi klukkan 13.00 – 17.00

Meðal þeirra sem taka til máls eru Nanna Rögnvaldardóttir, Helle Brønnum Carlsen, Dagný Kristjánsdóttir og Sarah Moss.

Samstarfsráðherra Norðurlanda og menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, setur málþingið.

Eftirfarandi er dagskráin í heild sinni:

13:15
Sarah Moss: Skáldskaparmatur
Ólíkt okkur hinum þurfa bókmenntapersónur ekki að borða, en það er hins vegar einstakt þegar af því verður. Í þessum fyrirlestri verður rætt um hvernig og í hvaða tilgangi rithöfundar nota borðhald og matseld, og lítillega komið inn á mun bókmenntafæðu og „raunverulegrar“ fæðu.

Dr. Sarah Moss er dósent í ensku og amerískum bókmenntum við Háskólann í Kent á Englandi og gestakennari í ensku við Háskóla Íslands árið 2009-10. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og greinar um bókmenntir og mat, m.a. Spilling the Beans: Eating, Cooking, Reading and Writing in British Women’s Fiction, 1770-1830 og Chocolate – a global history sem báðar komu út 2009. Hún hefur sömuleiðis skrifað nokkrar skáldsögur og má þar t.d. nefna skáldsöguna Cold Earth (2009).
Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.

13:50
Helle Brønnum Carlsen: Táknmyndir matarins

Hér verður einblínt á matinn sem tákn og litið verður á dæmi um þetta í verkum ýmissa rithöfunda, s.s. Emil Aarestrup, Halfdan Rasmussen, Frank Jæger og Karen Blixen. Þar að auki verða auglýsingar úr fæðuiðnaðinum notaðar sem dæmi.

Helle Brønnum Carlsen er heimilisfræðikennari, Ph.d. í mat og fagurfræði frá Kennaraháskólanum í Danmörku, Mag.art í bókmenntafræði, lektor við Zahles seminarium, veitingahúsagagnrýnandi við Politiken og félagi í det Danske Gastronomiske Akademi. Helle hefur skrifað m.a. matreiðslubækurnar Mysteriet om det tomme køleskab (1992), Madelskerens Følgesvend (2001), Stor fest – lille køkken (2002) og Børn i køkkenet (2007).
Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku.

14:30
Dagný Kristjánsdóttir: Ef sál þín er svöng…
Ef matur er til umræðu í bókmenntum skiptir það alltaf máli hver og hvernig hann er, hverjum hann er gefinn og hvers vegna. Í þessu spjalli verður farið yfir víðan völl í íslenskum bókmenntum og talað um hversdagsfæði og sjaldgæfar kræsingar, leyfilegan og bannaðan mat og mat sem aðeins sumir fá.

Dr. Dagný Kristjánsdóttir er prófessor í íslenskum nútímabókmenntum við Háskóla Íslands. Hún hefur skrifað fjölda bóka og greina um bókmenntir og í samhengi við efni málþingsins má nefna greinina „Ég gæti étið þig“ í bókinni Flögð og fögur skinn (1998) þar sem hún ritstýrði einnig hlutanum „Þú ert það sem þú borðar (ekki)“.
Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku.

15:00 – Hlé

15:20
Áslaug Snorradóttir: Matarljósmyndir
Á okkar tímum er sjónrænt yfirbragð matreiðslubóka jafn mikilvægt og textinn. Ljósmyndir af mat og matreiðslu hefur mikið að segja. Einn af reyndari íslenskum matarljósmyndurum gefur okkur innsýn í hugmyndir sínar um mat og matreiðslu.

Áslaug Snorradóttir er- ljósmyndari, kokkur og veitingakona á MARENGS. Hún hefur tekið ljósmyndir fyrir matreiðsluhöfunda, verið meðhöfundar og skrifað sjálf matreiðslubækur, og má þar m.a. nefna bækurnar Hratt og bítandi (2000), Seiðandi saltfiskur og þorskréttir þjóðanna (2001), About Fish (2002), Icelandic Picnic (2006), Náttúran sér um sína (2008) og Súpa og Stóll (2009).

15:40
Mads Holm: Smørrebrød í dönskum og íslenskum matreiðslubókum
Hvað lesum við út úr matreiðslubókum? Ekki endilega hvað við borðum heldur frekar hugsanir, drauma og hugmyndir okkar sem snúast um matinn. Fyrirlesturinn fjallar um smørrebrød og hvernig það er fram borið í matreiðslubókum ýmissa tímabila. Áherslan er á danskar matreiðslubækur en einstaka dæmi gefin úr íslenskum.

Mads Holm, akademigastronom, er verkefnisstjóri fyrir norræna matarmenningu – Ný norrænan mat í Norræna húsinu í Reykjavík.
Fyrirlesturinn er fluttur á dönsku.

16:10
Nanna Rögnvaldardóttir: Ein reglulig Matreiðslubók fyrir Íslendinga
Þótt fáar mataruppskriftir eða vísbendingar um matartilbúning sé að finna í gömlum íslenskum handritum þarf það ekki að þýða að bókaþjóðin hafi ekki haft neinn áhuga á matargerð og elsta evrópska matreiðslubók miðalda er til dæmis til í íslenskri þýðingu frá fimmtándu öld.

Þegar Lærdómslistafélagið hóf útgáfustarf sitt á átjándu öld var eitt af verkefnunum sem þeim leiðtogum upplýsingastefnunnar sem þar héldu um stjórnartauma fannst mikilvægast var að skrifuð yrði íslensk matreiðslubók. Og þegar ekki urðu aðrir til þess gerðu þeir það einfaldlega sjálfir. Saga íslenskra matreiðslubókaskrifa einkennist einmitt töluvert af þessu – bækurnar eru skrifaðar til að bæta úr þörf, ekki síður en af einlægum áhuga á mat og matargerð. Hér verður stiklað á stóru í sögu íslenskra matreiðslubókaskrifa, með sérstakri áherslu á brautryðjendur eins og Magnús Stephensen, Elínu Briem og Helgu Sigurðardóttur.

Nanna Rögnvaldardóttir, matgæðingur, er tvímælalaust einn afkastamesti og ástsælasti matarrithöfundur Íslendinga og hefur m.a. skrifað Matarást (1998), Icelandic Food and Cookery (2002), Maturinn okkar (2004) og Maturinn hennar Nönnu (2009).
Fyrirlesturinn er fluttur á íslensku.

Eftir málþingið eru gestir velkomnir á opnun bókverkasýningarinnar Con-Text kl. 17:00 þar sem boðið er upp á léttar veitingar.

Fréttatilkynning

/Smári

Auglýsingapláss

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið