Vertu memm

Freisting

Matur 2006 að byrja

Birting:

þann

Á morgun hefst sýningin matur 2006 og verður hún haldin í Fífunni, sýningarhöll Kópavogsbæjar og endar á sunnudaginn 2. apríl. Matur 2006 er stærsta matvæla-, vörusýning sinnar tegundar á Íslandi.

Svo kölluð Kaupstefna er á morgun, þar sem fagmenn ofl. áhugafólk um mat og vín verða gestir. Þrjár fagkeppnir verða á morgun, þ.e.a.s. Matreiðslunemi ársins, Matreiðslumaður ársins og keppnin Old Golden Boys.

Fylgst verður vel með allri sýningunni hér á Freisting.is, t.a.m. verður greint frá áhugaverðum kynningum á sýningunni, úrslit úr keppnum kynnt, svo eitthvað sé nefnt.

Við hér hjá Freisting.is óskum aðstandendum Matur 2006 góðs gengis um helgina.

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið