Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matstofan Rétt og Hótelklassinn á Icelandair hótel Reykjavík Natura

F.v. Trausti Víglundsson framreiðslumeistari, Elín Ása Magnúsdóttir og Vikar Ísak Pétursson. Á myndina vantar Stefán Viðarsson yfirmatreiðslumeistara Icelandair hótela.
Matstofan Rétt
Starfsfólk Icelandair Group nýtur þess nú að njóta morgunverðar, hádegisverðar og kaffimeðlætis á nýrri stórglæsilegri matstofu sem hlotið hefur nafnið Rétt. Rétt var opnað um miðjan ágúst, tekur 115 manns í sæti og við hönnun staðarins var leitast við að gera hann sem huggulegastan og meira eins og aðlaðandi veitingahús fremur en hefðbundinn matsal. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til verksins og prýðir staðinn ýmsir gamlir munir úr flugsögu Icelandair og dótturfyrirtækja. Á Icelandair hótel Reykjavík Natura er þá að finna veitingastaðinn Satt og matstofuna Rétt. Kvenkynsorðið Rétt vísar í náttúru Íslands og réttir sem er að finna víða um land, en Icelandair hótel Reykjavík Natura leitast við að skapa upplifun sem tengist nafni og þema hótelsins alla leið.
Hótelklassinn
Hótelklassinn er nýr vettvangur hjá Icelandair hótelum til að auka þekkingu og færni alls okkar starfsfólks, í því starfi sem það gegnir hvort sem er í veitingadeild, gestamóttöku, þrifum eða öðrum störfum. Hótelklassinn samanstendur af metnaðarfullri dagskrá í fræðslu og þjálfun og markmiðið er að auka gæði þjónustu okkar sem og að hlúa að sjálfstrausti og ánægju starfsfólks. Námskeið verða haldin innan veggja Icelandair hótela um land allt sem og á Hilton Reykjavík Nordica. Það er Trausti Víglundsson fagstjóri, Hafdís Ólafsdóttir gæðastjóri og Stefán Viðarsson yfirmatreiðslumeistari Icelandair hótela sem hafa veg og vanda að Hótelklassanum auk þess sem fjölmargir gestafyrirlesarar og kennarar leggja okkur lið,
segir í fréttatilkynningu frá Icelandair Hótel Natura.
Mynd: Icelandair Hotels

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Laugarási: Gísli Matthías opnar Ylju í Laugarás Lagoon
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sælkera upplifun í Hörpu: NOMA, grálúða og matarupplifun í hæsta gæðaflokki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn5 dagar síðan
DreiDoppel kökunámskeið fyrir bakara og veitingafólk
-
Frétt4 dagar síðan
Viðvörun til neytenda: Framleiðslugalli í baunasúpugrunni
-
Frétt5 dagar síðan
Viðvörun: Örverumengun í melónufræjum – Neytendur beðnir um að gæta varúðar
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Dublin meets Reykjavík: Ertu tilbúinn í bragðsprengju?