Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Matstöðin opnar í Kópavogi | Lítill matsölustaður sem selur heimilis mat á hlægilegu verði

Birting:

þann

Matstöðin í Kópavogi

Geir Brynjólfsson og Brynjólfur Jósteinsson

Langt úti á Kársnesinu stendur lítill „skúr“ eða sjoppa sem hefur staðið þarna svo lengi sem elstu menn muna og er eitt af upprunalegu húsum Vesturbæjar  Kópavogs. Þessi sjoppa lætur ekki mikið yfir sér þó að hún hafi þjónað nokkrum kynslóðum og borið nokkur nöfn. Sum voru að sjálfsögðu fínni en önnur, en fyrir okkur frumbyggja Kópavogsins er þetta bara „Sigga Sjoppa“.  Opinberlega var það Biðskýlið Kársnesi.

Djúpar rætur

Frægðarljómi þessara litlu sjoppu hefur verið eins og hjá okkur mannfólkinu upp og niður en undanfarin ár örlítið niður. Þegar frumbyggjar Kópavogsins voru að skjóta rótum á þessu svæði var þetta eina sjoppan á stóru svæði auk lítillar verslunar, bakarís, mjólkurbúðar og fiskbúðar ofar í brekkunni. Gott ef ekki var lítil hannyrðabúð þar einnig. Þessu öllu er nú löngu búið að breyta í íbúðarhúsnæði.

Matstöðin í Kópavogi

„Sigga sjoppa“ hefur nú fengið nýtt nafn sem er Matstöðin

Síðast reis frægðarsól þessa biðskýlis nokkuð þegar Atlasolía tróð sér inn á markaðinn með látum og fór að selja ódýrt bensín og olíu þarna á nesinu í óþökk stóru einokunarrisanna þriggja. Mikið hefur verið skrifað um það og flest frekar leiðinlegt til aflestrar.

En hvað um það við erum öll löngu búin að gleyma þessu flestu eins og svo mörgu öðru í okkar brokkgegnu samtíma sögu, en nú hefur eitthvað nýtt gerst á þarna úti á nesi. Það er verið að skrifa nýja sögu og töluvert öðruvísi.

Matstöðin

„Sigga sjoppa“ hefur nú fengið nýtt nafn sem er Matstöðin og ekki nóg með það heldur nýtt og spennandi hlutverk einnig. Held bara að þetta sé fyrsti veitingastaður Vesturbæjar Kópavogs, en sel það nú ekki dýrara en ég keypti það.

Matstöðin í Kópavogi

Allt er mjög snyrtilegt hjá strákunum. Mjög huggulega upp sett hlaðborðið bæði með heitum mat og köldum eftirréttum. Þetta er til mikillar fyrirmyndar.

Hér er eiginlega kominn „óskilgetin litli bróðir Kaffivagnsins“. Hér er risinn upp úr ösku stónni flottur lítill matsölustaður sem selur heimilis mat á hlægilegu verði í gamalli bensínstöð í áður „gleymdasta“ svefnbæ landsins.

Kársnesið er ekki miðbær Reykjavíkur þar sem enska er nú aðallega töluð og plastkortin flögra um eins og fiðrildi í útiljósi á haustkvöldi. Nei hérna erum við nokkur ár til baka í verðlagningu og staðsetningin er ótrúlega huguð. Þetta er flott farmtak og spennandi.

Matstöðin í Kópavogi

Einn af réttum dagsins þegar mig bar að garði var Lasagne mjög svo girnilega sem og ofnbakaður fiskur.

Hérna erum við sem sagt ekki komin í ferðamanna verðlagningu og allt kapp lagt á að halda verðum niðri og reka staðinn af raunsæi.

Mikið að gerast

Ég ákvað að renna við og heilsa aðeins uppá þessa gaura á þarna,  þar sem ég vissi að búið var að opna nýlega og hjólin farin að rúlla. Ég skal fúslega viðurkenna það að þó að ég sé fæddur og uppalinn í Kópavoginum þá eru þarna það miklar framkvæmdir norðan/vestan megin á nesinu að ég villtist. Hér er að rísa nýtt og spennandi hverfi sem í framtíðinni virðist ætla að verða frábær valkostur en Matstöðin er komin til með að vera með í öllu þessu skipulagi þessu samkvæmt því sem mér var sagt.

Matstöðin í Kópavogi

Kallinn var stoltur yfir staðnum og má alveg vera það

Það eru þeir Geir Brynjólfsson matreiðslumaður ásamt Brynjólfi Jósteinssyni athafnamanni sem eru skráðir eigendur staðarins. Án efa hafa vinir og vandamenn lagt hönd á plóginn við að koma staðnum af stað sem er afar smekklega innréttaður en þeir reyndu eftir fremsta megni að vera hagstæðir í uppsetningu staðarins.  Allur slíkur kostnaður skiptir miklu máli til að halda verðinu hagstæðu.

Matstöðin í Kópavogi

Öllu var vel fyrir komið og frágangur til háborinnar fyrirmyndar.

Ég var nú svo heppin að þeir voru að opna þegar ég kom við og engin gestur í húsinu enn.

„Hér er alltaf fullt frá því að við opnum til lokunar“

sagði Geir glaður.

„Við höfum opið frá 11:00 – 14:00 og síðan aftur um kvöldið frá 17:00-20:00″

Alltaf fullt!!

„Við erum að afgreiða þetta allt að 170 manns í mat á dag þegar mest er að gera en eins og þú sérð þá eru nú ekki svona mörg sæti hérna. Eitthvað er hérna fyrir utan af borðum en síðan er helling af mat sem er tekinn með út úr húsi“.

Matstöðin í Kópavogi

Griðalega girnilegt Schnitzel var í haugum og beið eftir svöngum gestum

Matstöðin í Kópavogi

Það var ekki bara girnilegur aðalréttur í boði heldur einnig flottur eftirréttur.

Matstöðin í Kópavogi

„En þetta virðist nú allt ganga bærilega. Þetta er jú hlaðborð og þú færð þér bara eins og þú þarft og verðið er 1790:- sem er ekkert nema tíma skekkja“

, sagði Geir og glotti.

„Aftur á móti ef þú kaupir þér 10 tíma kort þá ertu að fá matinn á 1620:.

Matstöðin í Kópavogi

Hungraða gesti dreif að mjög fljótlega eftir að opnað var.

„Við leggjum mikla áherslu á að bjóða góðan mat á góðu verði. Við rekum staðinn eins og mötuneyti í fyrirtæki með fjölbreytni að leiðarljósi. Við eru með litla yfirbyggingu og reynum að vera skynsamir og athugulir í innkaupum og þar erum við með góða birgja í liði með okkur.“

, sagði Geir að lokum.

Við stóðum aðeins og spjölluðum í kjallarahurðinni eftir að ég hafði kíkt niður. Ég sá að það var kominn smá óróleiki í kallinn eftir því sem gulustökkunum fjölgaði á vappinu í átt að okkur og taldi að núna væri kominn tími til að yfirgefa hann og leyfa honum að vinna í friði. Matargesti dreif nú að úr öllum áttum enda eftir töluverðu að slægjast, maturinn góður og ekki skemmdi verðið fyrir. Gangi þeim bara vel.

Ólafur Sveinn er menntaður sem matreiðslumeistari og rekstrarfræðingur af matvælasviði frá Göteborg Universitet. Í dag starfar Ólafur hjá HSS í Reykjanesbæ og hefur skrifað lengi um veitingastaði ásamt ljósmyndun fyrir veitingastaði og hótel. Hægt er að hafa samband við Ólaf á netfangið [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið