Freisting
Matreiðsluþættir með íslenskar búvörur í öndvegi
|
|
Í sumar verður ráðist í gerð 20 matreiðsluþátta þar sem íslenskar búvörur eru aðalviðfangs-efnið. Það er meistarakokkurinn Bjarni G. Kristinsson yfirmatreiðslumeistari á Hótel Sögu sem stjórnar þáttunum en þeir eru unnir í nánu samstarfi við Bændasamtökin og flestöll búgreinafélög.
Þættirnir verða blanda af fræðslu og matreiðslu og bæði vísað í hefðir og nýtísku aðferðir. Allmargir kokkar koma við sögu og farið verður í heimsóknir til bændá og fræðst um framleiðsluna.
Markmiðið er að fjalla um hefðbundinn íslenskan heimilismat og sýna fram á þau ótvíræðu gæði sem íslensk búvöruframleiðsla býr yfir.
Þættirnir verða sýndir í sumar og haust á vinsælasta vef landsins, mbl.is, og á sjónvarpsstöðinni ÍNN, auk þess að birtast á vefsíðum búgreinafélaganna þegar tímar líða.
Styrktaraðilar þáttanna eru Félag kjúklingabænda, Samband garðyrkjubænda, Félag hrossa-bænda, Landssamtök sauðfjár-bænda, Landssamband kúabænda, Svínaræktarfélag íslands, Félag ferðaþjónustubænda, Beint frá býli, Hótel Saga og Bændasamtökin.
Nafn óskast
Enn er ekki búið að skíra þættina en tökur hefjast á næstu vikum. Framleiðendur þáttanna biðla nú til lesenda Bændablaðsins að senda inn tillögur að nafni. Það þarf að vera stutt og hnitmiðað með áherslu á íslenskan mat. Tillögur óskast sendar á netfangið tb@ bondi.is
Greint frá í Bændablaðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður






