Vertu memm

Neminn

Matreiðslunemi ársins 2008

Birting:

þann

Hin árlega keppni matreiðslu- og framreiðslunema fer fram í Hótel- og matvælaskólanum þann 11. nóvember nk. Keppnin í matreiðslu skiptist í forkeppni og í framhaldi verða valdir sjö nemendur sem keppa um titilinn matreiðslunemi ársins. Tveir stigahæstu nemarnir taka þátt í Norræni nemakeppni matreiðslu- og framreiðslunema sem fer fram í  Gautaborg í Svíþjóð í apríl 2009.

Skráning
Skráning fer fram dagana 3. nóvember til miðnættis 10.  nóvember. Skráningarblöð eru aðgengileg á heimsíðu matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR www.fhm.is. Skila þarf umsókn til matvæla- og veitingasviðs IÐUNNAR, Skúlatúni 2 eða á netfangið [email protected] . Keppendur sem skila umsóknum rafrænt eru beðnir um að prenta út umsóknina og mæta með hana undirskrifaða af meistara í keppnina. Þáttökugjald er 5000kr sem greiðist við komu í forkeppni.

Forkeppni
Forkeppnin verður haldin í Hótel og matvælaskólanum þann 11. nóv nk. og stendur frá kl. 9 – 12. Vakin er athygli á því að þátttakendur í keppninni mega ekki vera eldri en 22 ára, þann 1. maí 2009.

Í forkeppninni fá nemendur sýniskörfu og verkefnið er að búa til fjögurra rétta matseðil úr þeim hráefnum sem eru í körfunni. Þátttakandi fær þrjár klukkustundir til að klára verkefnið. Matseðlinum á að skila bæði á ensku og íslensku en nákvæmar réttarlýsingar eiga að fylgja á íslensku. Samræmi þarf að vera á milli texta í matseðilinum sem er á íslensku og þess enska. Við mat á verkefninu er litið til þess hvernig nemendur nýta hráefnið sem er í körfunni, hvort matseðillinn endurspegli það hráefni sem er í boði, hvort tilgreindar matreiðsluaðferðir hæfa eða henta uppgefnu hráefni,  hvort matseðlatextinn sé læsilegur og fjölbreytilegur hvað varðar matreiðsluaðferðir og samsetningu réttanna.  Keppendur í forkeppninni mega hafa með sér öll þau gögn sem þeir telja mikilvæg s.s. bækur og uppskriftir og rafræn hjálpargögn.
 
Dómarar velja sjö keppendur sem koma til með að taka þátt í verklegri keppni sem fer fram síðar í mánuðinum.

Keppnin um titilinn Matreiðslunemi ársins 2008
Keppnin í matreiðslu fer þannig fram að þátttakendur fá afhenda körfu með því hráefni sem nota skal í keppninni og matreiðir tveggja rétta málsverð fyrir fjóra einstaklinga. Þrír diskar fara til dómara og einn í myndatöku. Matseðillinn á að samanstanda af aðalrétti og eftirrétti. Viðeigandi sósa og sterkja s.s. kartöflur eða hrísgrjón eiga að fylgja aðalrétti og minnst tvær tegundir af grænmeti.

Tímasetningar
Heildarkeppnistími er þrjár og hálf klukkustund.

Auglýsingapláss

 

Almennar reglur
Keppandi mætir í til keppni í hreinum og viðeigandi einkennisfatnaði sem er hvítur jakki, köflóttar eða svartar buxur, hvít húfa, hvít svunta og heilir vinnuskór (ekki opnir).

Dómarar
Þrír dómarar meta hráefnismeðferð keppenda, aðferðafræði og bragð.

Hjálpargögn
Þátttakendur mega hafa með sér hjálpargögn, s.s. eins og uppskriftir og matreiðslubækur.

Áhöld og tæki
Hverjum keppanda er úthlutað vinnustöð fyrir keppnina. Í eldhúsunum eru öll hefðbundin eldhústæki. Keppandi getur haft með sér sértæk hand- og rafmagnsverkfæri s.s. form, litlar matvinnsluvélar, töfrasprotar og annað það sem hann telur sig þurfa að nota. En alls ekki koma með neina gastróbakka. Ætlast er til að keppendur noti þá diska sem er að finna í Hótel- og matvælaskólanum.

Skyldur tveggja stigahæstu þáttakenda
Þáttaka í Norrænu nemakeppninni í apríl árið 2009. Að þátttakendur taka þátt af sinni mestu og bestu kostgæfni í æfingum sem skipulagðar verða í samráði við þjálfara og vinnustaði/stað fyrir þá keppni. Að nemendur fylgi leiðbeiningum þjálfara.

Auglýsingapláss

Smellið hér til að sækja umsóknareyðublað. (pdf-skjal)
Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2008. 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið