Uncategorized @is
Matreiðslumaður – Landsnet
Landsnet leitar að matreiðslumanni eða starfsmanni með mikla reynslu úr atvinnueldhúsi til starfa í mötuneyti Landsnets hf. Viðkomandi heyrir undir yfirmann mötuneytis.
Áhersla er lögð á að mötuneytið bjóði starfsfólki upp á fjölbreyttan og hollan mat sem eldaður á staðnum og frá grunni.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Matseld og framleiðsla matar í mötuneyti
- Aðstoð við matseðlagerð
- Frágangur og uppvask í samvinnu við teymi mötuneytis
- Vinnur markvisst að auknum gæðum þeirra þjónustu sem mötuneytið veitir starfsmönnum
- Vinnur að stefnu fyrirtækisins í mötuneytismálum
- Umsjón með rekstri mötuneytis í fjarveru yfirmanns
- Gætir að hagkvæmni í rekstri mötuneytis
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Sveinspróf í matreiðslu
- Reynsla af vinnu í atvinnueldhúsi er skilyrði
- Hugmyndaauðgi og framsækni í matargerð
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Góð kostnaðarvitund
- Snyrtimennska í fyrirrúmi
- Áhugi á hollustu og næringu
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Umsóknarfrestur er til og með 4. janúar 2015. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimsíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir ([email protected]) og Elín Friðjónsdóttir ([email protected]) hjá Capacent ráðningum.
Um Landsnet
Landsnet hf. annast flutning raforku á Íslandi og stýrir uppbyggingu flutningskerfisins. Landsnet stýrir jafnframt raforkukerfi landsins og tengir þannig saman framleiðendur og notendur raforku. Landsnet er ábyrgt og framsækið þjónustufyrirtæki með öfluga liðsheild, sterka samfélagsvitund og í fremstu röð í alþjóðlegum samanburði. Landsnet leggur áherslu á að vera eftirsóknarverður vinnustaður.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Fermingarundirbúningur í brennidepli – Kynningarsýning í Múlabergi
-
Frétt5 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Keppni2 dagar síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Vantar kokka á hótel Hellnar og hótel Húsavík
-
Markaðurinn16 klukkustundir síðan
Skapandi konfektmeistari óskast
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
Sænsku bollurnar – Semlur