Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Mathöllin VERA opnar í Vatnsmýri – Björn Bragi Arnarsson: „Ég gæti ekki verið ánægðari með samsetninguna af veitingastöðum“

Birting:

þann

Mathöllin VERA í Vatnsmýrinni - Gróska hugmyndahús

Forsvarsmenn verkefnisins og eigendur eru Hafsteinn Júlíusson hjá HAF Studio og Björn Bragi Arnarsson

Mathöllin VERA opnar í dag, föstudaginn 5. ágúst.  VERA er staðsett í húsinu Grósku í hjarta Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Gróska er með glæsilegri húsum landsins en þar starfar mikill fjöldi fólks og fyrirtæki á borð við CCP, Íslandsstofu, Brandenburg og fleiri. Þá rekur World Class vinsæla líkamsræktarstöð í húsinu.

Í VERU eru átta veitingastaðir. Pünk Fried Chicken sem hefur starfað í Gróðurhúsinu í Hveragerði, pizzastaðurinn Natalía úr Borg29 og vínbarinn og kaffihúsið Mikki Refur af Hverfisgötu. Hinir fimm staðirnir eru nýir en þar er um að ræða mexíkóska staðinn Caliente, Bang Bang sem sérhæfir sig í asískum mat, súpustaðinn Næru, morgunverðarstaðinn Stund og loks Furu sem er nýr staður í eigu verðlaunakokksins Denis Grbic.

Hönnun VERU er öll hin glæsilegasta en hún var í höndum Hafsteins Júlíussonar og hönnunarstofu hans, HAF Studio.

Björn Bragi Arnarsson, einn af eigendum Veru:

„Þetta er svakalega flottur hópur af spennandi veitingafólki, reynsluboltar úr bransanum í bland við ný og fersk andlit. Ég gæti ekki verið ánægðari með samsetninguna af stöðum.

Ég held að ég geti lofað því að allir eigi eftir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum yfir okkur spennt að opna dyrnar og byrja að taka á móti gestum.“

Mathöllin VERA í Vatnsmýrinni - Gróska hugmyndahús

VERA er staðsett í húsinu Grósku í hjarta Vatnsmýrarinnar í Reykjavík

Myndir: aðsendar

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið