Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Mathöllin VERA opnar í Vatnsmýri – Björn Bragi Arnarsson: „Ég gæti ekki verið ánægðari með samsetninguna af veitingastöðum“

Forsvarsmenn verkefnisins og eigendur eru Hafsteinn Júlíusson hjá HAF Studio og Björn Bragi Arnarsson
Mathöllin VERA opnar í dag, föstudaginn 5. ágúst. VERA er staðsett í húsinu Grósku í hjarta Vatnsmýrarinnar í Reykjavík. Gróska er með glæsilegri húsum landsins en þar starfar mikill fjöldi fólks og fyrirtæki á borð við CCP, Íslandsstofu, Brandenburg og fleiri. Þá rekur World Class vinsæla líkamsræktarstöð í húsinu.
Í VERU eru átta veitingastaðir. Pünk Fried Chicken sem hefur starfað í Gróðurhúsinu í Hveragerði, pizzastaðurinn Natalía úr Borg29 og vínbarinn og kaffihúsið Mikki Refur af Hverfisgötu. Hinir fimm staðirnir eru nýir en þar er um að ræða mexíkóska staðinn Caliente, Bang Bang sem sérhæfir sig í asískum mat, súpustaðinn Næru, morgunverðarstaðinn Stund og loks Furu sem er nýr staður í eigu verðlaunakokksins Denis Grbic.
- Bang Bang
- Næra
- Pizzastaðurinn Natalía
- Pünk Fried Chicken
- Mikki Refur
- Stund
Hönnun VERU er öll hin glæsilegasta en hún var í höndum Hafsteins Júlíussonar og hönnunarstofu hans, HAF Studio.
Björn Bragi Arnarsson, einn af eigendum Veru:
„Þetta er svakalega flottur hópur af spennandi veitingafólki, reynsluboltar úr bransanum í bland við ný og fersk andlit. Ég gæti ekki verið ánægðari með samsetninguna af stöðum.
Ég held að ég geti lofað því að allir eigi eftir að finna eitthvað við sitt hæfi. Við erum yfir okkur spennt að opna dyrnar og byrja að taka á móti gestum.“
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn22 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn6 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Keppni2 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn6 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta3 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya












