Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Mathöll opnar í miðbæ Reykjavíkur
Miklar framkvæmdir eru í gangi við Vesturgötu 2a þar sem Restaurant Reykjavík var áður til húsa.
Þar mun rísa Mathöll Reykjavík í 1.800 fermetra húsnæði á þremur hæðum, 8 básar á fyrstu hæðinni og 6 básar annarri hæð hússins og á þriðju hæð verður starfsmannaaðstaða og skrifstofur.
Einnig á þriðju hæð verður veislusalur og bar sem leigt er út fyrir einkasamkvæmi. Hægt verður að fá veitingar sendar upp og gestir geta leigt bjórkút fyrir veisluna svo fátt eitt sé nefnt.
Verið er að taka húsið í gegn bæði að utan sem og að innan og munu framkvæmdir verða klárar í febrúar, en stefnt er á að opna í fyrsta lagi mars eða í síðasta lagi fyrir páska 2022.
„Eftirspurn er búinn að vera flott í pláss í básana og erum við búnir að ganga frá einhverjum nú þegar.
Ég lít á þetta project sem stökkpall fyrir nýja aðila sem eru með nýjar og spennandi hugmyndir og vilja koma sér á framfæri.“
Sagði Árni Traustason Sölu og markaðsstjóri Mathallarinnar í samtali við veitingageirinn.is, en hann á jafnframt hlut í fyrirtækinu. Fyrir áhugasama er hægt að hafa samband við Árna á netfangið: [email protected].
Verið er að byggja svalir utan á húsið sem er nýjung og mun koma sér vel í kvöldsólinni í portinu bakvið húsið.
Mynd: facebook / Reykjavík Restaurant

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti