Freisting
Matarveislan mikla 2006 – Sýnd í Ríkissjónvarpinu
Dagana 22. til 25.febrúar fór fram í fimmta skiptið Food and Fun-hátíðin í Reykjavík.
Hróður hátíðarinnar eykst með hverju árinu og æ fleiri nýta sér tækifærið til þess að kynnast nýjum og skemmtilegum áherslum í matargerð. Í ár kom fjöldinn allur af erlendum kokkum til landsins til þess að matreiða ýmsar kræsingar fyrir landann á veitingastöðum borgarinnar.
Hápunktur hátíðarinnar var án efa keppni sem fór fram á milli erlendu kokkanna, en þar þurftu þeir að töfra fram framandi rétti á stuttum tíma og einungis nota íslenskt hráefni. Keppnin var spennandi og úrslitin komu skemmtilega á óvart. Ljóst er að Food and Fun-hátíðin er búin að festa sig í sessi, bæði á meðal fagmanna og áhugamanna um matargerð.
Í þættinum Matarveislan mikla verður fylgst með þessari miklu hátíð og áhorfendur fá tækifæri til að kynnast þeim fjölmörgu og ólíku kokkum sem tóku þátt í hátíðinni. Kynnir er Erla Tryggvadóttir og um dagskárgerð sáu Erla Tryggvadóttir og Helgi Jóhannesson. Framleiðandi er Sextán-níundu ehf. fyrir Sjónvarpið. Textað á síðu 888 í Textavarpi. Þátturinn er sýndur í fyrramálið laugardag 22 apríl klukkann 10.50 í Ríkissjónvarpinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Keppni2 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit