Freisting
Matarveislan mikla 2006 – Sýnd í Ríkissjónvarpinu
Dagana 22. til 25.febrúar fór fram í fimmta skiptið Food and Fun-hátíðin í Reykjavík.
Hróður hátíðarinnar eykst með hverju árinu og æ fleiri nýta sér tækifærið til þess að kynnast nýjum og skemmtilegum áherslum í matargerð. Í ár kom fjöldinn allur af erlendum kokkum til landsins til þess að matreiða ýmsar kræsingar fyrir landann á veitingastöðum borgarinnar.
Hápunktur hátíðarinnar var án efa keppni sem fór fram á milli erlendu kokkanna, en þar þurftu þeir að töfra fram framandi rétti á stuttum tíma og einungis nota íslenskt hráefni. Keppnin var spennandi og úrslitin komu skemmtilega á óvart. Ljóst er að Food and Fun-hátíðin er búin að festa sig í sessi, bæði á meðal fagmanna og áhugamanna um matargerð.
Í þættinum Matarveislan mikla verður fylgst með þessari miklu hátíð og áhorfendur fá tækifæri til að kynnast þeim fjölmörgu og ólíku kokkum sem tóku þátt í hátíðinni. Kynnir er Erla Tryggvadóttir og um dagskárgerð sáu Erla Tryggvadóttir og Helgi Jóhannesson. Framleiðandi er Sextán-níundu ehf. fyrir Sjónvarpið. Textað á síðu 888 í Textavarpi. Þátturinn er sýndur í fyrramálið laugardag 22 apríl klukkann 10.50 í Ríkissjónvarpinu.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla