Markaðurinn
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
Dineout gjafabréf er frábær jólagjöf sem sló öll met í fyrra og mörg fyrirtæki og matgæðingar hafa valið að gefa matarupplifun í jóla- og tækifærisgjafir í ár.
Í desember er Dineout með sölubás í Kringlunni og hægt að kaupa á staðnum og fá afhent í fallegri gjafaöskju. Opnunartími á sölubásnum er sá sami og hjá Kringlunni, staðsett á 2. hæð.
Drykkur á einum stað og matur á öðrum fyrir sama gjafabréf
Dineout gjafabréf er frábrugðið öðrum rafrænum gjafabréfum að því leytinu til að handhafi getur notað sama gjafabréfið hjá mörgum samstarfsaðilum sem og notað það í gegnum snjallveskið (e.wallet) í símanum.Handhafi getur því farið í drykk á einum stað og notað það svo í kvöldverð á öðrum stað.
Í dag eru samstarfsaðilar yfir 300 veitingastaðir, hótel, barir, ísbúðir o.fl. og eykst fjöldi samstarfsaðila á hverjum degi. Handhafi getur því meðal annars notið matarupplifunar á hjá eftirfarandi samstarsfaðilum: Grillmarkaðinn, Fiskfélagið, Monkeys, KOL, Brút, Steikhúsið, SÓL, Hótel Keflavík, Íslandshótel, Berjaya Iceland Hotel Collection, og Center Hotels. Hægt er að skoða fleiri samstarsfaðila á dineout.is/gjafabref.
Fyrirtækjapantanir – Gjafabréfin ýmist rafræn eða útprentuð
Dineout býður fyrirtækjum upp á margskonar leiðir í framkvæmd á afhendingu gjafabréfanna meðal annars er vinsæl lausn fyrir fjölmenna vinnustaði að senda út rafræn gjafabréf með sér lendingarsíðu þar sem starfsmaður auðkennir sig með símanúmeri til að nálgast gjafabréfið í snjallsímaveskið.
Lítil og meðalstór fyrirtæki kjósa oft seinni valkostinn og vilja gefa útprentuð gjafabréf í fallegri gjaföskju, hvort sem það er Dineout gjafaaskja eða gjafabréfið sett með í matarkörfu.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við söludeild Dineout [email protected]
-
Markaðurinn1 dagur síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Pistlar4 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn2 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn4 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Vín, drykkir og keppni8 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi








