Markaðurinn
Matarupplifun í jólapakkann – Dineout gjafabréf gildir á yfir 300 veitingastaði
Dineout gjafabréf er frábær jólagjöf sem sló öll met í fyrra og mörg fyrirtæki og matgæðingar hafa valið að gefa matarupplifun í jóla- og tækifærisgjafir í ár.
Í desember er Dineout með sölubás í Kringlunni og hægt að kaupa á staðnum og fá afhent í fallegri gjafaöskju. Opnunartími á sölubásnum er sá sami og hjá Kringlunni, staðsett á 2. hæð.
Drykkur á einum stað og matur á öðrum fyrir sama gjafabréf
Dineout gjafabréf er frábrugðið öðrum rafrænum gjafabréfum að því leytinu til að handhafi getur notað sama gjafabréfið hjá mörgum samstarfsaðilum sem og notað það í gegnum snjallveskið (e.wallet) í símanum.Handhafi getur því farið í drykk á einum stað og notað það svo í kvöldverð á öðrum stað.
Í dag eru samstarfsaðilar yfir 300 veitingastaðir, hótel, barir, ísbúðir o.fl. og eykst fjöldi samstarfsaðila á hverjum degi. Handhafi getur því meðal annars notið matarupplifunar á hjá eftirfarandi samstarsfaðilum: Grillmarkaðinn, Fiskfélagið, Monkeys, KOL, Brút, Steikhúsið, SÓL, Hótel Keflavík, Íslandshótel, Berjaya Iceland Hotel Collection, og Center Hotels. Hægt er að skoða fleiri samstarsfaðila á dineout.is/gjafabref.
Fyrirtækjapantanir – Gjafabréfin ýmist rafræn eða útprentuð
Dineout býður fyrirtækjum upp á margskonar leiðir í framkvæmd á afhendingu gjafabréfanna meðal annars er vinsæl lausn fyrir fjölmenna vinnustaði að senda út rafræn gjafabréf með sér lendingarsíðu þar sem starfsmaður auðkennir sig með símanúmeri til að nálgast gjafabréfið í snjallsímaveskið.
Lítil og meðalstór fyrirtæki kjósa oft seinni valkostinn og vilja gefa útprentuð gjafabréf í fallegri gjaföskju, hvort sem það er Dineout gjafaaskja eða gjafabréfið sett með í matarkörfu.
Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við söludeild Dineout [email protected]
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn18 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan