Vertu memm

Freisting

Matarsinfónía í hæstu hæðum

Birting:

þann


„….þegar við litum inn í eldhúsið þá voru allir sallarólegir þó svo að salurinn væri fullur“

Síðastliðið haust opnaði nýr veitingastaður í miðborg Reykjavíkur nánar tiltekið í Zimsen húsinu sem nú er búið að koma fyrir í Grófinni og hefur verið gert upp, en staðurinn er í kjallara hússins og heitir Fiskfélagið.

Crew 1 var þess heiðurs njótandi að vera boðið að koma og smakka á því sem þau  er að gera í matarlegum skilningi.

Þegar maður kemur inn á staðinn fær maður svona róandi tilfinningu, frekar dimmt en passar vel saman með innréttingunum og lýsingunni, fremst er barinn og inn af er aðalsalurinn og gengið niður í eldhúsið úr miðjum salnum á þeirri hlið sem vísar í átt að Restaurant Reykjavík.

Hér fyrir neðan kemur matseðillinn og eru allir réttirnir á nýja a´la carte seðlinum sem var tekinn í notkun í byrjun árs.

Stóra alheimsreisan


Brauð:
Volgt snittubrauð með fennelsultu, skyrsmjöri og chilli salsa

 


Smakk:
Hangikjötstartar í krukku með rauðbeðum og dönsku sinnepi

 


Ísland Tröllasúra:
Steiktur Leturhumar,smjöreldaðar gulrætur, hundasúruhlaup og brennivíns eggjafroða

 


Spánn Chorizo:
Hægelduð Grísasíða og Gnocci með sinnepsjarðeplum, beikonpúðri,
ólifusandi og negulnagla Tio Pepe

 


Hawai Five spice:
Túnfiskur með kongakrabba, soja geli, pinacolade sorbet og Sesam

 


Ísland Súrmjólk:
Reykt ýsa og humar í súrmjólkurfroðu með rúgbrauðsmold, jarðepli á tvo vegu, radísa og sólselja

 


Noregur Myrkilsveppir:
Bleikja elduð á 3 vegu og kryddbrauð, sólseljukrem, hvítur súrmjólkurís, reykur, sultuð fennika og myrkilsveppafroða

 


Ísland Haframjöl:
Steiktur skötuselur og queil egg, brokkolí mauk, smælkikaka, humar hollandies, kálfasoð

 


Usa. BBQ:
Viðargrillað Nautaribeye og folaldapiparsteik með portobellusvepp, rauðvínsdjús og franskar í poka

 


Frakkland Heslihneta:
Heit súkkulaði kaka með núgat ganach inní og þeyttum, heslihnetum, perum, ristaður kókos og kókos sorbet

 


Mexico Drekaávöxtur:
Sorbet, mango, passion, drekaavöxtur með valhnetuhrauni, súrsæt ástríðursósa og jarðaberjahlaupi

 


Ísland Skyr:
Mjúk ostakaka, sítrónuskyr sorbet, skyr froða, volg bláberja muffins

 


Ítalía Nutella:
Alvöru  Tiramisu með kaffikaramellusósu, jarðaberjum og vanillustangaís

Það er skemmst frá því að segja annar eins matur hefur ekki oft farið inn um varir mínar á Íslandi, samspil bragða og eldun alveg fullkomin og eins gott að viðurkenna það strax að ekki var möguleiki að finna feilnótu í þessari matarsinfóníu.

Þeir eiga hrós skilið fyrir eldamennskuna og þegar við litum inn í eldhúsið þá voru allir sallarólegir þó svo að salurinn væri fullur, ekki má gleyma þjónustunni sem var hárfín og ljúf og setti punktinn yfir Ið fullkomlega.

Við hjá Freistingu bjóðum Fiskfélagsmenn velkomna í flóru Reykjavíkur og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni.

Auglýsingapláss

Myndirnar tók Matthías Þórarinsson

Fleiri myndir frá kvöldinu ásamt stærri myndir af ofangreindum réttum er hægt að finna í myndasafninu með því að smella hér.

/Sverrir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið