KM
Marsfundur Klúbbs matreiðslumeistara
Marsfundur KM verður haldinn á morgun þriðjudaginn 3. Mars 2009.
Fundurinn er í boði Banana ehf. sem hefur verið styrktaraðili klúbbsins frá örófi alda. Fundurinn verður með dálítið öðruvísi sniði en vanalega, en hann hefst í húsakynnum þeirra Banana-manna í Súðarvogi 2e, 104 Reykjavík (beint á móti timbursölu Húsasmiðjunnar).
Mæting þar klukkan 17:30
Húsakynnin skoðuð og stutt kynning þeirra Banana-manna.
Klukkan 19:30 verða sætaferðir upp í Maður Lifandi í Hlíðarsmára í Kópavogi þar sem að Steinn Óskar mun töfra fram kræsingar úr grænmeti og ávöxtum.
Maturinn er í boði Banana ehf.
Fundarefni:
1. NKF þingið
2. Gestafyrirlesari
3. Önnur mál
Hefðbundinn kokkaklæðnaður, hvítur jakki og svartar buxur.
Nefndin.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Frétt2 dagar síðanMatfugl innkallar ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellu





