Sverrir Halldórsson
Marriott kaupir Starwood Hotels
Marriott hótelkeðjan ætlar að kaupa Starwood keðjuna og úr því verður stærsta hótelkeðja heims. Kaupverðið er 12,2 milljarðar dollara, eða sem jafngildir 1.598 milljörðum íslenskra króna á núverandi gengi. Hörpuhótelið verður rekið undir merkjum Marriott og Starwood hefur sýnt hóteluppbyggingu á Íslandi áhuga.
Sameinuð hótelkeðja mun samtals stjórna 5.500 hótelum með 1,1 milljónum herbergja í 100 löndum. Reiknað er með að samruninn gangi í gegn á miðju næsta ári.
Undir hatti Starwood eru m.a. hótelið St. Regis, W Hotels, Westin og Sheraton. Tilkynnt var um kaupin nú á dögunum en þau hafa átt sér nokkurn aðdraganda þar sem stjórnarformaður Starwood sagði í apríl að stjórnendur væru að skoða nýja möguleika varðandi fjármögnun og skipulagningu.
Þrjú kínversk fyrirtækið hafa verið á eftir Stawood; Jiang International Hotels, sovereign wealth fund China Investment Group og HNA Group, auk þess hefur Hyatt hótelkeðjan einnig sýnt áhuga.
Greint frá á mbl.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn5 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn3 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






