Starfsmannavelta
María Rún nýr mannauðsstjóri FoodCo
María Rún Hafliðadóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri hjá veitingafyrirtækinu FoodCo hf. María Rún kemur frá Icelandair þar sem hún starfaði í 16 ár, síðast sem forstöðumaður þjónustusviðs og á árunum 2004-2007 sem forstöðumaður þjónustudeildar og þjónustueftirlits. Þar áður starfaði hún sem þjónustu- og gæðastjóri hjá Kaupþingi og sem fræðslustjóri hjá Vodafone. María Rún er með B.S.-gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Wiesbaden í Þýskalandi og M.S.-gráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands.
María Rún mun taka við hlutverki mannauðsstjóra í sameinuðu félagi Gleðipinna frá og með næstu áramótum, en eins og nýverið var greint frá hyggjast Gleðipinnar og FoodCo sameinast, með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, undir nafni fyrrnefnda félagsins. Gangi sameiningin eftir munu um 700 manns starfa hjá Gleðipinnum.
Eitt af yfirlýstum markmiðum hins sameinaða félags er að skapa framúrskarandi umhverfi fyrir starfsfólk og bjóða því m.a. námsstyrki svo það eigi auðveldara með að stunda nám samhliða vinnu.
Mynd: aðsend
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt3 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Jól á Ekrunni