Freisting
Málþing í Ítalsk-íslenska verslunarráðinu miðv. 2. júní

Allir velkomnir á málþingi ÍÍVR, ókeypis aðgangur – gott tækifæri til að átta sig á því hvar Ísland stendur varðandi upprunavottun og matarhefðir.
Hvaða verðmæti felast í matarhefðum Íslendinga ?
Ítalsk Íslenska viðskiptaráð, í samvinnu við Slow Food samtökin og Matís efna til málþings um gildi staðbundinna matvæla fyrir menningu, ferðaþjónustu og samfélag.
Miðvikud. 2. júní 2010
Hús verslunarinnar, 14. hæð kl 15.-17.00
Slow Food Reykjavik, Eygló Björk Ólafsdóttir:
Verkefni Slow Food til verndar og kynningar á upprunalegum, staðbundnum matvælum.
Matís, Þóra Valsdóttir og Guðjón Þorkelsson:
Sérstaða íslenskra matvæla. Uppruni, gæði, afurðir.
Eddu hótelin, Friðrik V. Karlsson:
Gamla skyrið í nýju eldhúsi
Í fréttatilkynningunni segir að Slow Food hreyfingin fæddist á Ítalíu 1989 og hefur gegnt stóru hlutverki í varðveislu, endurvakningu og nýtingu staðbundinna matvæla um heim allan. Hugmyndafræði samtakanna er að maturinn sé góður, hreinn og sanngjarn – hvaða verðmæti geta skapast á Íslandi við að fylgja þessari stefnu?
Varpað verður ljósi á leiðir innan Evrópusamstarfsins og Slow Food til að viðurkenna matvæli út frá uppruna, gæðum og hefðbundnum vinnsluaðferðum.
Skráning hjá [email protected]
Ítalsk íslenska viðskiptaráðið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn4 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Keppni2 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni





