Frétt
Málmhlutur fannst í chile con carne
Matvælastofnun varar neytendur við neyslu á einni lotu af chili con carne frá Happ vegna þess að neytandi fann aðskotarhlut úr málmi í vörunni. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík sendi upplýsingar til Matvælastofnunar um málið og hefur fyrirtækið Rotissier ehf. sem framleiðir vöruna innkallað lotuna af markaði.
Innköllunin á einungis við eftirfarandi lotu:
- Vörumerki: HAPP
- Vöruheiti: Chili Con Carne
- Strikamerki: 5694230 224981
- Nettóþyngd: 700 g
- Best fyrir: 11. júlí 2019
- Framleiðandi: Rotissier ehf.
- Dreifing: Krónan Granda, Krónan Lindir, Krónan Mosó, Krónan Flatahraun, Krónan Bíldshöfða og Krónan Selfossi.
Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Rotissier í síma 820-0019 eða netfanginu [email protected].

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?